23.10.2014 | 20:57
Ósannindi - eða hvað?
Innlent | mbl | 21.10.2014
Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að 150 hríðskotabyssur sem lögreglan hefur fengið hafi verið gjöf frá norskum yfirvöldum..........
Innlent | mbl | 23.10.2014
Landhelgisgæslan keypti í lok síðasta árs 250 MP5 hríðskotabyssur af norska hernum. Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Fram kemur á vef RÚV, að þetta staðfesti Dag Aamont, upplýsingafulltrúi norska hersins.............
Þessar fullyrðingar stangast á, þannig að annarhvor virðist hreinlega fara með ósannindi.
Hljómar þetta ósamræmi ekki grafalvarlega, eða eru þetta aðeins ómerkilegir smámunir, sem ekki tekur að vera gera veður út af?
Gæslan keypti hríðskotabyssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Landráð.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2014 kl. 21:24
Því miður lítur út fyrir að valdastéttin búi sig undir að verja fengin hlut með kjafti og klóm, en hvort landráð er réttnefni á ráðabruggið, veit ég ekki hvort ég get tekið undir.
þessi vígbúnaður lögreglu vekur þó óneitanlega upp óþægilegar spurningar á borð við hvort fyrir dyrum standi ráðabrugg um óásættanlega einkavinavæðingu á borð við "sölu" Landsvirkjunar, eða Landsbankans.
Jónatan Karlsson, 23.10.2014 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.