21.10.2014 | 21:23
Yfirvöld vígbúast - því allur er varin góður
Það kemur eiginlega ekki á óvart að sú stórfrétt að íslenskir lögregluþjónar hervæðist án nokkurar umræðu, né vitneskju alþingis - að því virðist og að sú róttæka stefnubreyting hljóti t.d. litla sem enga umfjöllun hér á hinum víðlesna fréttavef mbl.is.
Ástandið hér á Íslandi er nefnilega orðið þannig, að það er rætt og skrifað opinskátt um óheillyndi ráðamanna og yfirvalda og því auðvitað aðeins spurning um tíma uns þolinmæði þrautpínds almennings þrýtur.
Fyrrverandi hæstaréttardómari viðurkennir opinskátt að hinn svokallaði Hæstiréttur sé nákvæmlega jafn heillum horfinn og ótrúverðugur eins og neðri dómstig, sýslumenn og niður í handbendin á götunni, sem nú eru vopnaðir vélbyssum og reiðubúnir í að framfylgja "lögunum" út í ystu æsar.
Það eitt að ímynda sér Ómar Ragnarsson hlekkjaðan í fangaklefa segir í raun og veru alla söguna og gerir frekari upptalningu á gripdeildum valdastéttarinnar óþarfa.
Hríðskotabyssurnar norsk gjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er smá fóður fyrir paranoiuna hjá þér:
Ef það stafar allt í einu svo mikil ógn af vopnuðum gangsterum og terroristum, ef hverju á þá alþýðan að vera óvopnuð?
Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2014 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.