4.10.2014 | 12:58
Virðist sýna.....
Þetta er fjórða myndbandið sem virðist sýna vesturlandabúa skorinn á háls, eða afhöfðaðan, eins og vestrænir fjölmiðlar kjósa að kalla þessi myndbrot.
Það er nokkuð samdóma álit þeirra netverja sem rannsakað hafa þessi myndbönd, að um falsanir sé að ræða, enda liggur það nánast í augum uppi, að ef þessir ógnarfantar hjá ISIS ætluðu að afhöfða gísla okkur til viðvörunar, þá færi verknaðurinn ekki á milli mála og væri hvorki óskýr né óljós.
Þess er skemst að minnast að helstu ástæður þess að Bandaríkjamenn og "hinir staðföstu "stuðningsmenn þeirra hleyptu öllu í bál og brand í þessum heimshluta á upplognum og tilbúnum forsendum, eins og jafnvel þeirra blindustu stuðningsmenn verða að viðurkenna og er því aðeins rökrétt að efast um heillyndi ástæðna þeirra sem NATO og Bandaríkjamenn beita helst fyrir hernaðaraðgerðum sínum í þetta sinn.
Hvað afstöðu ríkisstjórnar Íslands, með utanríkisráðherran í fararbroddi er hrein tímasóun að fjölyrða um, nú síðast eftir hlægilega aðkomu þeirra að sviðsettri "byltingunni" í Úkraínu.
Að lokum er það eitt atriði sem hefur vakið eftirtekt mína í fréttaskotum þeim sem borist hafa okkur alveg frá byrjun "Arabíska vorsins" í Túnis, Lýbíu og alveg til "uppreisnarinnar" í Sýrlandi, en það eru ógryni pallbíla, með öfluga vélbyssu og skeggjaðan uppreisnarmann á palli.
Þessir brynbílar uppreisnarhópana virðast fjöldaframleiddir og að mér sýnist japanskir, en fjöldinn og aðkoma þeirra að hildarleiknum hlýtur að vera umtalsverð og væri því fróðlegt að vita meira um uppruna þeirra.
Breskur gísl hálshöggvinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir afhöfða þá og þessi myndbönd sem við sjáum eru ekki það sama og ríkisstjórnir fá sent, þessi samtök ISIS eru ekkert nema illt og verða eidd af okkar jörð.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 4.10.2014 kl. 19:39
Sæll Gunnlaugur.
Álítur þú að yfirvöld á Vesturlöndum hafi undir höndum upptökur af hinum raunverulegu aftökum gíslanna og vilji því aðeins hlífa almenningi við að verða vitni að hryllilegum blóðsúthellingum?
Jónatan Karlsson, 4.10.2014 kl. 21:09
Já það tel ég hugsanlegt til að koma æsingnum ekki af stað,til að halda stríðinu fyrir miðaustan, þetta er í raun þriðja stríð að hefjast og enginn vill vera sökudólgur.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 4.10.2014 kl. 21:53
Jeremy Scahill on Obama's Orwellian War in Iraq: We Created the Very Threat We Claim to be Fighting
http://www.youtube.com/watch?v=k0j8NnlE7Kc
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 05:50
Mér sýnist að við geta tekið undir með Jeremy Scahill í ískaldri röksemdafærslu sinni, hvað varðar t.a.m. "War Industry"
Jónatan Karlsson, 5.10.2014 kl. 09:22
Skrýtið að þeir skuli ekki fara í stríð við Saudi Araba, sem sannanlega afhausa mann og annan.
http://www.straight.com/news/743291/last-year-saudi-arabia-canadas-ally-against-isis-beheaded-more-79-people
Hörður Þórðarson, 5.10.2014 kl. 19:29
Því miður óttast ég að ISIS eða önnur þau öfgasamtök sem sprottið hafa upp, beinlínis vegna utanríkisstefnu Bandaríkjana og viljugra vina þeirra ráðgeri að flytja blóðvöllinn vestur á bóginn við hið fyrsta tækifæri og Þá fyrst fer nú að hitna í kolunum.
Jónatan Karlsson, 5.10.2014 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.