27.9.2014 | 11:06
Spillingin lúrir víða.
Það er nokkuð sláandi að hér á Mbl. þyki það fréttnæmt að borgarstjóranum hafi auðnast að krækja sér í nokkrar krónur úr sjóðum borgarinnar, til að geta slegið svolítið um sig og þóst vera höfðingi mikill heim að sækja.
Það er minna fjallað um leynigögn þau sem nú standa Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra til boða með nöfnum hundraða Íslendinga sem nýtt hafa sér svokölluð skattaskjól og þá oftast fyrir vafasamt eða illa fengið fé.
Það er því miður ekki líklegt að heimild verði veitt til kaupum á þessum upplýsingum, því öruggt verður að teljast að einmitt á þessum listum megi finna nöfn margra áhrifamestu einstaklinga þjóðfélagsins, sem ekki verða í vandræðum með að stöðva opinberun þessara upplýsinga, með aðstoð veiklyndra yfirvalda og auðsveipra fjölmiðla.
Spillingin á Íslandi er yfirþyrmandi, þó blaðamenn Mbl finni ekkert bitastæðara en vöflubakstur borgarstjórans.
Væri ekki nærtækt fyrir þá að rifja upp og fá innblástur af heilagri reiði þeirra eigin ritstjóra, þegar Hreinn Loftsson, þáverandi aðstoðarmaður hans, varpaði því fram við hann hvort ekki mætti bjóða honum svona 300 milljónir fyrir góðan vind fyrir þá Baugsfeðga, en Davíð misskildi allt og rak (ó)Hrein, þó þessu væri auðvitað eftirá að hyggja aðeins varpað fram í gríni og hálfkæringi?
Ég vona nú eiginlega að alþýðlegur brosandi borgarstjórinn komi út úr vöflubakstrinum í smá gróða, en vil þó hvetja "rannsóknarblaðamenn" Mbl til að beina athygli sinni að augljósari spillingu á borð við fyrrnefnda nafnalista mútuþega og skattsvikara, sem örugglega er unnið við í þessum skrifuðu orðum að þagga niður, auk margra annara mun kræsilegri spillingarmála á borð við raunverulegar ástæður fluttnings fiskistofu, veglagningarinnar í Gálgahrauni og svo enn og aftur sé minnst á óskiljanlega ákvörðun meirihluta þingmanna þjóðarinnar að láta landa sína axla alla ábyrgð á ICESAVE og það með auðlindir okkar að veði og það meira að segja skv. "ísköldu mati"
Ég vona þó hálfpartinn að ekkert nafnana fjörtíu og fjögura komi fyrir á listum skattrannsóknarstjóra, sem við fáum hvort sem er af góðum og gildum ástæðum aldrei að sjá.
Dagur ver vöfflukaffið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.