21.9.2014 | 11:35
Eru þessar aftökur raunverulegar?
Birtar hafa verið myndir af hlekkjuðum vesturlandabúum með óhuggulegum svartklæddum böðli, sem síðan er sagður hafa gert þá höfðinu styttri, þó sjálfur verknaðurinn sjáist illa eða bara ekki.
Það vekur óneitanlega ákveðnar grunsemdir, að þessar aftökur sem sem eru gagngert framkvæmdar til að vekja óhug og viðbjóð hjá áhorfendum,séu þó svo viðvaningslegar og ógreinilegar, að flestir sem rýna eitthvað í þær álíti þær falsaðar.
Til samanburðar má minna á að aftaka Saddams Hussein sást skýrt og greinilega, jafnvel þó hún væri að sögn tekin í laumi og þar að auki með síma.
Annað atriði viðvíkjandi þessum ógnarsamtökum ISIS vekur upp illar grunsemdir hjá mér, en það er þegar talað er um að þeir eigi ógryni fjár, sem þeir afli helst með því að selja olíu á svörtum markaði - og síðan engar frekari útskýringar á því.
Ég á bara erfitt með að skilja hvernig hægt er að skjóta skæruliðaforingja á færi, hvort heldur í íbúð á Gaza eða í fjöllum Pakistan eða Afganistan, með nýjustu tækni og vísindum á sama tíma og sömu aðilar þykjast ekki hafa minnstu hugmynd um hvert milljónir tonna af olíu eru flutt og svo ekki sé minnst á hvörf og tortímingar fullvaxinna farþegaflugvéla, svo einhver dæmi séu nú tekin.
Biður samtökin að sleppa eiginmanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vissulega sást allt nokkuð greinilega hjá Saddam Hussein nema aftakan sjálf.
Minnist þessi ekki að það hafi nokkurs staðar sést þegar að hann féll niður um hlerann.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 13:37
Sæll Egill.
Já stundum fer ekki á milli mála hver hinn látni er, ef henta þykir, líkt og átti t.d. við um Gaddafi heitinn - Öðru máli gengdi um goðsögnina Osama bin Laden, sem einhverra hluta vegna hlaut útför á hafi úti og það í algjörri kyrrþey.
Já það er margt skrýtið í kýrhausnum....
Jónatan Karlsson, 21.9.2014 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.