26.7.2014 | 10:17
Veitið raunverulega aðstoð - STRAX
Hvar eru íslensk hjálparsamtök á borð við Rauða Krossinn og Hjálparstarf kirkjunar nú þegar milljónir varnalausra íbúa Gasa liggja undir stanslausri skothríð þungvopnaðra Ísraelsmanna?
Er ekki tímabært að þessir "aðilar" skríði fram í dagsljósið og falist eftir stuðningi stjórnvalda til að senda eins og einn skipsfarm af hjálpargögnum, mat og ekki síst vatni til þessa vesælings fólks, sem er hreinlega að deyja í þessum "skrifuðu" orðum, á meðan Biskup, Forsætisráðherra og aðrir ráðamen láta nægja að velta sér á hina hliðina og andvarpa mæðulega.
Ef vilji væri fyrir hendi til að senda einn skipsfarm af gnægðum okkar til Gaza, þá gæti það hreinlega skipt sköpum fyrir tugi þúsunda þurfandi flóttamanna og það er örugglega ekki skortur á viljugum sjálfboðaliðum, til að leggja hönd á plóginn.
Hin venjulega leið íslenskra "yfirvalda" að þvo hendur sínar og senda nokkrar milljónir í gjaldeyri er vita gagnslaus, því hún fer að mestu leyti beint í kostnað við dýrt skrifstofuhald hjálparsamtakana eða endar hreinlega í vasa bandarískra(bænda)yfirvalda, sem eru jú einmitt þau sömu og borga kostnaðinn við þessa helför Palestínsku þjóðarinnar og það þvi miður með brosi á vör.
![]() |
Ísraelsmenn hafna vopnahléi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.