Gæfu sinnar smiðir.

Í dag eru allar líkur á að meirihluti Reykvíkinga kjósi til valda meirihluta sem hefur það efst á óskalista sínum að rífa og fjarlægja frábæran, tæknivæddan alþjóðlegan flugvöll sem okkar litla þjóð á hér í höfuðborg eldfjallaeyjunar Íslands, vegna skorts a byggingalandi.

Þessi hugmynd er að mínu mati og margra annara í besta falli hrein klikkun, en í því versta stórkostleg ógn við líf og limi helmings þjóðarinnar og nenni ég varla að útskýra frekar þá sviðsmynd sem gæti skapast ef eldsumbrot og gos yrði á Reykjanesi einhvern daginn.

Fyrir þá "hagsmunaaðila" sem ekki skilja hve nauðsynlegt er að halda Reykjavíkurflugvelli vel starfhæfum gæti ég stungið upp á við þá hina sömu að næst þegar þeir skreppi til útlanda, þá byrji þeir á að stöðva einhverstaðar við Keflavíkurveginn og horfa út yfir hraunið og fara í huganum nokkrar aldir aftur í tímann.

Síðan gætu þessir sömu aðilar t.d. velt vöngum yfir hversvegna í ósköpunum New York búar fatti ekki að þétta byggð á dýrasta stað á Manhattan og byggi yfir efnaminni og minnimáttar í Central Park eða á einhverjum flugvalla borgarinnar.

Hvað er eiginlega að Reykvikingum?


mbl.is Búið að opna kjörstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband