30.5.2014 | 02:07
Hrakfarir
Úrslit komandi kosninga í höfuðborginni eru ráðin. Fallegi læknirinn með óstýriláta hárlokkinn og ábyrgðarfulla augnaráðið á vís atkvæði Samfylkingarfólks, Bjartrar framtíðar, auk hverrar einustu tengdamóður borgarinnar.
Ekki spilla höfðingleg loforð hans um allt ódýra húsnæðið fyrir smælingja "heimsins" í Vatnsmýri, Laugardal og á bílskúrslóðum auðmanna Vesturbæjar fyrir komandi metfylgi.
Helsta ástæða þessarar hrakspár minnar byggist þó auðvitað fyrst og fremst á gæðum annara framboðslista. Hvað eiga t.a.m. Sjálfstæðismenn að kjósa?
Eiga þeir að sækjast eftir talsmanni ESB sem borgarstjóra í höfuðborginni, auk þess að hafa rökstuddan grun um að í brjóstum frambjóðenda fjórða og fimmta sætis listans, slái í raun "samfylkingarhjörtu"
Líklega kjósa líka margir sannir Sjálfstæðismenn Framsókn, þegar í klefan er komið.
Eini spenningur þessara kosninga snýst um hvort það verði met í dræmri kjörsókn og síðan auðvitað stora spurningin: Fer Sjálfstæðisklokkurinn í Rvk undir 20%?
14.376 búnir að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.