Hvar liggur sökin?

Eftir allar helgar og í raun flesta daga les maður um ölvaða eða dópaða ökumenn, oftast á stolnum ökutækjum og réttindalausir, sem eru handsamaðir við iðju sína.
Oftast komast þeir hjá að valda stórslysum, en ekki alltaf. Eitt eiga langflestar þessar tifandi tímasprengjur sameiginlegt, en það er að þeir hafa verið teknir áður fyrir sömu brot og flestir þori ég að fullyrða MARGSINNIS

Hugsunarhátturinn hjá yfirvöldum og ríkjandi stjórnvöldum, virðist allur snúast um einhverja aula miskunsemi og skilning í garð afbrotamanna og spellvirkja, sem fara öllu sínu fram svo til óáreittur og eru bara mættir skellihlægjandi jafn fullir og dópaðir á nýju ökutæki næsta kvöld, því auðvitað eru mestar líkur að þeir sleppi ótruflaðir og í versta falli með smá viðkoma hjá "lagana vörðum" til að setja nafnið sitt undir skýrslu og það líklega með kaffi og kleinum, ef ekki hreinlega kossi á kinnina - eða hvað á maður að halda?

Fælingarmáttur handtöku lögreglunar hér á Íslandi er greinilega enginn, þegar um stórhættulega vana afbrotamenn er að ræða, þó svo að þeir geti bæði beitt tólum, tækjum og takmarkalausri hörku þegar t.d. kemur að því að gæta hagsmuna vafasams fjármagnsins gegn borgurum landsins, sama hvort á í hlut.

Ég hef séð til lögreglunar við störf víða erlendis og dáðst að þeirri virðingu sem fyrirmæli þeirra njóta og það er örugglega ekki vegna betra meðlætis með skýrslukaffinu.

Það eru reist ferðamannahótel ur notuðum verkamannaskúrum að austan og talað um að innrétta íbúðir í tómum gámum fyrir námsmenn og aðra fáttæklinga, en ef minnst er á að reisa ámóta húnæði innan girðingar á Litla Hrauni fyrir verstu þrjóta þjóðfélagssins, þá fær "miskunsama velferðarklíkan" í 101 hland fyrir hjartað.

Orðið "BETRUNARVIST" þýðir að sá sem útskrifast komi út sem betri manneskja og lofi sér því 100% að í fangelsi ætli viðkomandi ALDREI AFTUR auk þess að þeir sem að gamni sínu stofna eigum, lífi og limum saklausra borgara í hættu, eigi að fái þvílíka yfirhalingu hjá LÖGREGLUÞJÓNUM að þeir láti láti sér ekki einu sinni detta í hug að endurtaka "leikinn" - ÞANNIG LÝTUR TÖLFRÆÐI ENDURKOMU OG SÍBROTA EKKI ÚT Á ÍSLANDI

Að lokum vona eg eins og allir aðrir að pilturinn nai fullum bata og stefnu.


mbl.is Ökumaðurinn hálsbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona ökuníðingar fara aldrei í fangelsi, sama hvað þeir brjóta mörg umferðarlög, nema í þeim undantekningartilfellum að þeir keyra á löggubíl, þá er staðan allt önnur. Annars er aðilum réttarkerfisins alveg skítsama. Og sama hvað þeir eru útúrdópaðir, þeir fá alltaf að halda bílunum sínum, sem þeir halda áfram að keyra til eilífðarnóns þótt þeir séu sviptir ökuleyfi. Að þessu leyti er Ísland stórhættulegt fyrir saklausa vegfarendur.

Annars er ég hlynntur því að hafa harðlæsta gáma innan girðingar á Litla-Hrauni. Þar væri hægt að geyma Grísla, Simba, Baldur Kolbeins og álíka drullusokka.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband