Var uttekt Salvarar Kristjönu Gissurardottur um sjoð 9 fjarlægð af mbl.is?

Í gær rakst ég á stórgóða og afar nákvæma úttekt heiðurskonunar og minnar gömlu bekkjarsystur, Salvarar Kristjönu Gissurardóttur um óþrifin og spillinguna alla sem sneri að hinum "fræga" og illræmda sjóð 9, sem líkt og einhverjir muna, var rekinn undir handleiðslu núverandi Menntamálaráðherra uns allt hrundi haustið 2008

Þarna í samantektinni koma við sögu ýmsir upprisnir og hvítþvegnir Sjálfstæðismenn á borð við Guðlaug Þór Þórðarson, Árna Mathiesen, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, auk auðvitað Illuga sjálfan Gunnarssonar, sem svo augljóslega vissi upp á sig einhverjar sakir, að hans fyrsta verk eftir "Ragnarökin" var að stíga tilbaka og fara í leyfi!

Það hefur líklega valdið fjaðrafoki og skelfingu í herbúðum flokksklíkunar, þegar nánast söguleg úttekt Salvarar var gerð lýðnum ljós, bara rétt si svona og það aðeins kortéri fyrir "hamfarakosningar" og því aðeins eðlilegt að eftirtektarsamir lesendur fyllist efasemdum um ritfrelsi, heillyndi og þesskonar frasa hér á moggablogginu, þegar "sprengja" á borð við þessa heimildagrein Salvarar hverfur eins og dögg fyrir sólu,eftir aðeins örstutta viðkomu.

Mergurinn málsins er sá að ég óska eftir upplýsingum fróðra og góðra um hvar hægt er þá að nálgast þessa fróðlegu og nákvæmu úttekt til nanari lestrar og hvet ég alla tilvonandi kjósendur að kynna sér hana strax og færi gefst.


mbl.is Efnahagsbatanum miðar vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að meina þessa hér? http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/709067/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 13:43

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Ásthildur

Þetta er raunar um sama efnið, en sú horfna var mikið lengri og var þar t.a.m. vitnað í viðtöl á Útvarpi Sögu.

Ég fór því miður hratt yfir sögu og hugðist lesa þessa ítarlegu úttekt Salvarar við betra tækifæri.

Jónatan Karlsson, 23.5.2014 kl. 14:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já skrýtið að þetta hafi verið fjarlægt. En Salvör hlýtur að eiga hana einhversstaðar í tölvutæku formi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 16:30

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Einhverjir hafa beitt einhverjum áhrifaríkum fortölum, eða þá að henni hefur bara skyndilega snúist hugur.

Jónatan Karlsson, 23.5.2014 kl. 17:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við þögguna sem er í gangi í þjóðfélaginu, sýnist mér að hvort tveggja gæti verið rauninn. Eða eins og Styrmir sagði, þetta er ógeðslegt samfélag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband