Hugvekja

Hér í þessari fréttatilkynningu stígur á stokk einhverskonar málpípa ríkisstjórnarinnar og boðar bjarta tíma - EF agi verði í ríkisfjármálum og EF farsællega leysist úr gjaldeyrishöftum, auk þess að EF áform um skattalækkanir standist og þá auðvitað litið fram hjá öllum viðskipta- og lífeyrisskuldbindingum.

Hljómar þetta fagnaðarerindi lymskulegs hagfræðingsins ekki kunnuglega og í senn ógnvekjandi?

Það er líklega ekki til vinsælda vakið að boða váleg tíðindi og hringja aðvörunarbjöllum, en þegar heyrist að hlutabréf í skráðum fyrirtækjum séu í boði fyrir útvalda, einungis með hlutabréfin sjálf sem tryggingu og nályktin af stærsta fjölmiðlaveldi þjóðarinar er orðin kæfandi, þá er voðinn að verða vís.

Eins og þekkt er, þá yfirgefa rottur feig fley og má nú sjá margar þeirra í óða önn við að ferðbúast og safna farareyri með öllum tiltækum ráðum og klækjum, en fyrir þá sem eftir sitja og binda vonir sínar allar við gríðarlega lífeyrissöfnunarsjóði þjóðarinnar, þá óttast ég að allar þær þúsundir milljarða sem þar um ræðir, séu týndar og þeim sömu tröllum gefnar, sem einmitt nú keyra "þjóðarskútuna" á síðustu dreggjum líftryggingarinnar.


mbl.is Ríkisskuldir minnka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband