Andsetinn ráðherra

Er Utanríkisráðuneytið haldið illum öndum, eða eru það allir embættislausu sendiherrarnir sem mæla gólfin niðri á Rauðarárstíg á milli þess sem þeir vitja rausnarlegra launagreiðslna sinna að leiða hvern ráðherraræfilinn á fætur öðrum á villigötur, líkt og sannast nú á staðföstum stuðning Gunnars Braga við byltinguna í Úkraínu.

Ég álít reyndar að Gunnar Bragi trúi sannarlega að hann sé að styðja göfugan málstað, líkt og þegar forveri hans, flokksbróðir og leiðarljós lét glepjast og setti Ísland á lista "hinna staðföstu" hérna um árið.

Ef Utanríkisráðherra er annt um orðspor sitt og eftirmæli, þá ætti hann að stíga varlega til jarðar í blindri ákefð sinni við að sýna ósvikinn stuðning við landvinninga ESB og NATO því hugtök á borð við "lebensraum" eru nærtæk eins og einhverjir muna enn eftir.

Ef Utanríkisráðherra bæri gæfu til að finna heiðvirðan starfsmann, með þokkalegan lesskilning, þá gæti sá sami eflaust flett upp nafngreindum fulltrúum, jafnvel úr eigin ráðuneyti, sem starfaði með einhverri þeirri eftirlitsnefnd ÖSE eða annara eftirlitsstofnana, sem fylgdust með og vottuðu að kjör Viktors Janúkóvitsh réttkjörins forseta landsins hefðu í alla staði farið löglega fram - ráðherranum svona til fræðslu og upplýsingar.

Utanríkisráðherra, sem lítur út fyrir að vera heiðvirður maður, ber í raun skylda til að leita sér aðstoðar við að gæta hagsmuna Íslands, ef hann einn og óstuddur getur ekki séð í gegnum þennan nánast hlægilega augljósa spuna.


mbl.is Öryggissveitirnar réðu ekki við ástandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...sem fylgdust með og vottuðu að kjör Viktors Janúkóvitsh réttkjörins forseta landsins hefðu í alla staði farið löglega fram " 

Ef þú heldur, að Janukovitch sé löglega kjörinn forseti þá er það í algerri andstöðu við upplýsingar frá netinu (http://en.vi.ki/Viktor_Yanukovych#Ukrainian_presidential_election.2C_2010):

"On 16 February 2010 Ukraine's parliament had fixed 25 February 2010 for the inauguration of Yanukovych as president. On 17 February 2010 "the Higher Administrative Court of Ukraine", suspended the results of the election on Yulia Tymoshenko's appeal. On 20 February 2010 Tymoshenko withdrew her appeal after "the Higher Administrative Court of Ukraine" rejected her petition to scrutinize documents:

— about 300,000 voters who voted but were not in the "Register of Voters of Ukraine";
— about 1.3 million voters who "without right" voted in their homes;
— about falsification in the election in the eastern regions (Donetsk, Luhansk, Kharkiv region, Crimea, etc.) — fixed by law-enforcement officials.

Tymoshenko stated : "I and my political party will never recognize Yanukovych as the legitimately elected president of Ukraine"; "an honest court will assess that Yanukovych was not elected President of Ukraine, and that the will of the people had been rigged"." Sem sagt gegnumgangandi kosningasvindl af hálfu Janukovitch.
.
Í skýrslu ÖSE (OSCE), er greint frá gegnumgangandi kosningasvindli í þingkosningunum 2012:

"Ukrainian President Viktor Yanukovych’s ruling party got more votes than its rivals in parliamentary elections that monitors called unfair in a blow to the former Soviet republic’s aspirations to bolster its European ties.

The Party of Regions had 34 percent of party-list votes and was leading in more than half of the 450-seat legislature’s 225 single-mandate constituencies, preliminary results showed. State media favored the governing party in election coverage, while campaign financing was opaque, administrative resources were abused and opposition candidates imprisoned, the Organization for Security and Cooperation in Europe said.

“Ukraine’s parliamentary elections were characterized by a tilted playing field,” OSCE mission chief Walburga Habsburg Douglas told reporters today in the capital, Kiev. “Considering the abuse of power and the excessive role of money in these elections, democratic progress appears to have reversed.”"

Heimild: http://www.bloomberg.com/news/2012-10-29/yanukovych-tops-ukraine-elections-as-observers-ready-verdict-2-.html

Þannig að fyrst Janukovitch var kjörinn með kosningasvindli, þá var réttmætt af þinginu í Kiyv að steypa honum af stóli. Og það er ekki aðeins Viktor sem er gjörspilltur, heldur fjölskyldan líka. Sonur hans, Aleksandr, hefur verið eftirlýstur fyrir skjalafals, enda auðgaðist hann persónulega á ólöglegan hátt í valdatíð föður síns. (Heimild: http://acenewsservices.com/2014/04/18/ukraines-security-service-puts-son-of-viktor-yanukovitch-on-wanted-list-for-alleged-forgery-and-falsification/ )

Athugaðu líka, að meirihluti þingsins í Kiyv gerði uppreisn gegn Janukovitch, þ.á.m. þingmenn úr hans eigin flokki, sem vissu um kosningasvindlin og vildu ekki vera hluti af þeim. Bráðabirgðastjórnin í Kiyv er enn lasburða, en ég hef trú á því að hún mun hafa betur gegn morðsveitum Putins í austurhluta landsins. Ef deilan skerpist með aukinni íhlutun Rússa, þá gæti farið svo, að Ukraína fái flýtiaðild að NATO.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 13:35

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Pétur

Þú vitnar máli þínu til stuðnings í Bloomberg o.fl. fjölmiðla, en staðfestir aðeins með því fullyrðingar mínar, án þess þó að ég ætlist til þú skiljir frekar hvað ég er að fara.

Þú getur þó líklega ímyndað þér að fjölmiðlar á áhrifasvæðum Rússa eru á öndverðri skoðun í þessu máli og þú hlýtur hreinlega að geta tekið undir það álit að Halldór Ásgrímsson fyrrverandi Utanríkisráðherra hafi látið draga sig á "asnaeyrunum" þegar hann féll marflatur fyrir spunanum um gjöreyðingarvopn Saddams Hussein, eins og ég tek sem dæmi um einfeldni Gunnars Braga í spunanum í Úkraínu.

Þú gætir líka þér til gagns og gamans lesið pistil Þórarins Hjartarsonar á síðunni "Vinstri vagtin gegn ESB" hér á blogginu, en hann vitnar þar líka í greinar og raunar ýmsar staðreyndir á borð við fullyrðingar varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ættu að kollvarpa fyrri skoðunum þínum.

Loks blasir það við öllum, að þér meðtöldum, að borgarar austur héraða landsins virðast upp til hópa vera sammála mér og ættir þú auðvitað líka að velta vöngum yfir því.

Jónatan Karlsson, 4.5.2014 kl. 16:54

3 identicon

Ég vil ekki blanda innrásinni í Írak inn í þetta, enda hef ég alltaf verið andsnúinn innrásum Bandaríkjanna af augljósum ástæðum. Og ég hef ekkert gott að segja um Halldór Ásgrímsson, sem er einn af verstu utanríkisráðherrum sem Íslendingar hafa haft þá ógæfu að hafa þurft að þola á þessari öld, hinir ömurlegu ráðherrarnir eru Valgerður, Solla og Össur. Ukraína er ekki Írak og alls ekki sambærilegt á neinn hátt.

Örlög Ukraínu (a. klofnar í tvö ríki Ukraínu í vestri og Zheltïrus í austri, b. verður NATO-ríki, c. verður rússneskt leppríki enn á ný) þori ég heldur ekki að spá fyrir um, því að reynsla mín er sú af stórum málum að yfirleitt gerast atburðir sem ekki neinn (eða amk. ekki mig) óraði fyrir.

Þrjú dæmi:

1. Í fréttaflutningi um Gorbachov árið 1988 voru menn að tala um hvort það yrði mjúk lending fyrir hann með umbætur á sovézku stjórnsýslunni. Það næsta sem gerist er að Sovétríkin hætta alveg óvænt, kommúnisminn hrynur, Berlínarmúrinn fellur og austantjaldslöndin komin í NATO, sem var óhugsandi áður fyrr.

2. Í fréttaflutningi hér á landi 2007 var talað um að það yrði sennilega mjúk lending fyrir íslenzku bankana. Það næsta sem gerist er að hagkerfið er komið á hliðina, landið næstum gjaldþrota og við tekur 6 ára djúp kreppa.

3. Árið sem uppreisnin varð í Tunis héldu margir, að dagar islams sem ráðandi afl væru taldir og lýðræði kæmi í staðinn fyrir einræði og spillingu. En það næsta sem gerist er að það verða byltingar í mestallri Norður-Afríku og Sýrlandi, en það eru ekki lýðræðisöfl sem standa að baki, heldur islamistar, sem hafa engan áhuga á lýðræðislegum umbótum, heldur vilja koma á hertum sharia-lögum.

Þannig að það sem mun gerast í Ukraínu er sennilega hvorki option a, b né c, heldur eitthvað allt annað og ófyrirsjánlegt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband