Stórfrétt dagsins

Af gömlum vana þá byrja ég gjarna daginn á því að fletta Morgunblaðinu, þó hin seinni ár aðeins á vefsíðunni: www.mbl.is

Eins og Reykvíkingar vita, þá er Fréttablaðið, auðvirðilegur áróðurspési Evrópusambandsins borinn á hvert heimili hér á höfuðborgarsvæðinu og geta flestir heilbrigðir einstaklingar vonandi lagt við og dregið frá við lestur frétta og tilkynninga snepilsins með það í huga, líkt og reyndar á engu síður við um Morgunblaðið, sem er jú að mestu í eigu kvótagreifa og annara sníkjudýra réttmætra "stjórnarskrár varinna"eigna auðlinda þjóðarinnar og þar að auki ritstýrt af manninum sem einn og óstuddur vann sér það til frægðar að setja Seðlabanka Íslands á hausinn, þegar hann gaf eigendum Kaupþings gjaldeyrisforða þjóðarinnar eins og hann lagði sig í kjölfar bankahrunsins - líklega aðeins til að tryggja auðmönnunum þjóðarinnar áhyggjulaust ævikvöld, en það er önnur saga.

Tilefni þessarar færslu er þó sérstaklega þessi stjórnmálafrétt af heimavígsstöðvunum, en hún sýnir ágætlega málefnafátækt og æpandi þröngsýni og vanhæfni blaðamanna Mbl.

Hér í fréttum dagsins er t.d. hvergi minnst einu orði á tilboðið um upplýsingar um eigur hundruða Íslendinga í skattaskjólum, líkt og nú bjóðast til kaups, líkt og Þjóðverjar nýttu sér klárlega, en hér á Fróni bendir skattstjóri landsmanna aðeins fálega á fjármálaráðherra, sem líklega gæti átt "einhverra" hagsmuna að gæta og því ekki beint líklegur til stórræða.

Hér er ekki heldur minnst einu orði á hótanir flugmanna, sem eru því miður aðeins rökrétt framhald krafna um velútilátnar kauphækkanir til stétta sem geta tekið einhverja samlanda í gíslingu, helst þó auðvitað börn og gamalmenni.
Framhaldsskólakennarar riðu á vaðið og svívirtu í raun hófsamar kjarabætur hinna lægstlaunuðu í anda ábyrgðar og samstöðu og megi menntamálaráðherra hafa skömm fyrir að hafa gefið eftir kröfum þeirra, hvort heldur sem sú orusta var háð hjá Sáttasemjara, eða við eldhúsborðið heima hjá honum sjálfum.

Erlendar fréttir eru fáar og smáar frá Úkraínu og "stríðið" í Sýrlandi alveg gleymt.
Smánarlegar herfarirnar í Írak og Afganistan gleymdar og ástæðulaust að velta sér upp úr niðurdrepandi leiðindum á borð við Guantanamo og Palestínu.

Það er alveg ótrúlegt að ég nenni yfir höfuð að lesa mbl.is og koma yfir höfuð nálægt þessu bloggi, eins og um hnútana er búið


mbl.is Hversu lengi aðeins svarað á íslensku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband