14.4.2014 | 12:10
Ótrúverðugar skýringar flugmálayfirvalda
Þessi skoðanakönnun sýnir einfaldlega að meirihluti heimamanna álítur að skýringar yfirvalda á hvarfi þotunar séu ekki sannleikanum samkvæmt.
Heilbrigð skynsemi hlýtur líka að sýna það svart á hvítu, að jafnvel þó tekist hafi að lenda vélinni óskemdri á haffletinum og að hún hafi sokkið óskemmd í hyldýpið, þá segir það sig sjálft að skrokkur vélarinnar stæðist ekki ofurþrýstinginn á 4500 metra dýpi.
Staðreyndin er nefnilega sú að sá fjöldi skipa og flugvéla, sem leita á þessu "líklega" svæði, hafa ekki fundið einn einasta þráð, hvað þá björgunarvesti sem óumdeilanlega væru einhverstaðar þarna á floti, ef fjarstæðukenndar skýringar malasískra stjórnvalda ættu við hin minnstu rök að styðjast.
Ríkisstjórnin haldi eftir upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan, það bara spurning hvort flugvél sem lent væri á sjó með galtóma tanka myndi bara nokkuð sökkva, sbr Vélina sem capt, Sullenberger lagði niður á hudson ána það var að vísu Airbus en hún sökk ekki.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 18:52
Hún sekkur á endanum þegar sjór er komin inn í hana, vélin í Hudson ánni var komin á að mestu í kaf um kvöldið. Og síðan eru engar líkur á að hún hafi verið í heilu lagi eftir að hún lendir í sjónum, það sem Sullenberger gerði var einstakt.
Einar Steinsson, 14.4.2014 kl. 19:46
Undir öllum kringumstæðum ætti flugvélin að sjást einhverstaðar, einhverntíma á gervihnattamyndum áður en hún sykki - eða væri hulin á annan hátt.
Jónatan Karlsson, 14.4.2014 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.