Money Heaven

Það fer oft saman, eins gróði og annars tap og hér sannast það óþyrmilega.

Taparinn í þessari umfjöllun, eru auðvitað almennir skattgreiðendur, en suma vinningshafana má örugglega finna á hvítþvegnum hluthafalistanum.

Flestir íbúar þjóðarinnar eru heiðarlegt fólk. Þetta sama fólk leggur ekki í vana sinn að ljúga og stela, en aftur á móti má því miður oft segja að það sé æði trúgjarnt og gleymið.

Sjóvá var stórt tryggingarfélag, sem stundaði stórfelda trygginga starfsemi með tilheyrandi bónusum og arðgreiðslum til eigenda sinna og starfsmanna svo áratugum skipti, en svo einn daginn var það bara ekki nóg, þannig að þeir bættu gráu ofan á svart og stálu hreinlega bótasjóð tryggingafélagsins, að sögn til að bjarga vafasömum viðskiptagjörningum vina og vandamanna, eins og frægt er orðið sbr. "Vafningurinn" illræmdi, án þess að ég fari nú frekar út í þá ógeðfeldu sálma.

Þessir delar og meðreiðasveinar þeirra virðast nú aftur vera komnir á fulla ferð og augsýnilega þegar byrjaðir að deila á milli sín hagnaðinum, en til upprifjunar og aðvörunar fyrir bláeyga viðskiptavini, þá minni ég á svör eins af stórtækustu gerendum fjármálahrunsins á Íslandi, þegar hann var einmitt spurður út í hvert allir þessir milljarðar sem almennir íslendingar töpuðu, hefðu eiginlega farið, þá svaraði hann kankvís: "Ætli þeir hafi ekki bara farið í peninga himnaríkið - Money heaven


mbl.is 15% hækkun á bréfum Sjóvár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband