Flagð undir fögru skinni

Katrín Jakobsdóttir sýnir hér berlega innræti sitt og afstöðu til ESB umsóknar svokallaðar vinstri stjórnar hennar og félaga, sem sem lögð var fram án þjóðaratkvæðagreiðslu og þvert á kosningaloforð Vg eins og allir vita.

Hér lætur hún hafa eftir sér að minni vinna hafi verið eftir í viðræðunum við ESB en gefið hafi verið í skyn áður í umræðunni, en lætur samt fylgja með að vegna annara verkefna hafi hún ekki náð að kynna sér skýrslu Alþjóðamálastofnunar í þaula.

Hér hleypur hún í fjölmiðla og rekur blygðunarlaust áróður fyrir áframhaldandi umboðslausu umsóknarferlinu, þrátt fyrir að hafa aðeins lauslega kynnt sér niðurstöður umræddar skýrslu og opinberar því greinilega fullmótaða afstöðu sína.

Þrátt fyrir fallegt bros og viðkunnarlegt viðmót, þá skal því haldið til haga að Katrín Jakobsdóttir var einmitt á meðal þeirra þingmanna sem greiddu því ítrekað atkvæði að láta landsmenn sína axla vonlausar drápsklyfjar "Icesave" og það með auðlindir þjóðarinnar að veði.

P.S.
Hvað aðlögunarferlið í ESB varðar, þá líkti einhver því nýlega við að leggja af stað til Akureyrar og nota ferðina þangað til að ákveða hvort maður ætlaði að fara til Akureyrar.


mbl.is Verði rætt í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband