5.4.2014 | 09:49
Meira en lítið grunsamlegt
Skítalyktin af þessum útúrsnúningum er svo megn, að ógjörningur er að greina um hvað þessi höfnun snýst í raun og veru.
Þetta hlýtur að vera kærkomið málefni fyrir efnilegan rannsóknarblaðamann mbl.is að kafa dýpra í - eða hvað?
Fær ekki aðgang að skýrslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi höfnun snýst einfaldlega um það sem kærandinn reifar í erindum sínum til nefndarinnar, að þessum gögnum sem hann telur sig þurfa á að halda vegna hugsanlegra málaferla gegn bönkunum, er haldið frá honum.
Þess má geta að Hagsmunasamtök heimilanna eru með svipað mál í gangi hjá nefndinni, vegna þeirra skýrslna um verðmat á eignum gömlu bankanna sem gerðar voru af Oliver Wyman og Deloitte. Þessar skýrslur innihalda mikilvægar upplýsingar um það á hvaða verði nýju bankarnir fengu lán heimilanna, og geta sem slíkar nýst í málaferlum vegna þeirra lána. Fjármálaeftirlitið hefur neitað að afhenda þessar skýrslur en hefur þó afhent úrskurðarnefndinni þær til skoðunar, ólíkt sérstökum saksóknara sem fer gegn lögum og leyfir ekki einu sinni nefndinni að fá umbeðin gögn svo hún geti lagt á þau sjálfstætt mat.
Það er eðlilegt að fyllast tortryggni þegar saksóknari brýtur lög. Það er líka eðlilegt að fyllast tortryggni þegar opinberar stofnanir leggja lykkju á leið sína til að halda upplýsingum frá almenningi, kosta svo til langdreginna málaferla í því skyni að reyna að verja leynimakkið og fara í því skyni á svig við gildandi landslög.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2014 kl. 13:21
Sæll Guðmundur
Heldur þú að það geti hugsast, að Sérstakur saksóknari sé þá tvöfaldur í roðinu þegar allt kemur til alls?
Jónatan Karlsson, 5.4.2014 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.