31.3.2014 | 18:28
Þjófnaður um hábjartan dag
Ágætt framtak Ögmundar Jónssonar sýnir svo ekki verður um villst, að gjaldtaka við náttúruperlur landsins er ólögmæt og þjófarnir vita það vel.
Það hlýtur að vera hlutverk ferðaskipuleggjenda og þeirra sem annast þjónustu og fluttning erlendra ferðamanna að koma í veg fyrir að þeir séu rændir á almannafæri og standa aðgerðalausir hjá. Það kallast reyndar meðvirkni og er líka lögbrot.
Eðlilegt væri að erlendir ferðamenn gætu keypt náttúrupassa, eða öllu heldur kort, við komuna til landsins, sem þeir notuðu í til þess gerða teljara við alla helstu ferðamannastaði, sem þá síðan fengju greitt úr náttúrupassasjóðnum í samræmi við fjölda ferðamanna.
Eðlilegt væri að þessi náttúrupassi kostaði a.m.s.k. 100 dollara, en ef erlendir ferðamenn gætu ekki framvísað passanum við reglubundið eftirlit, þá mætti rukka þá hressilega, t.d. 50 dollara staðgreiðslu.
Auðvitað nægir fullorðnum Íslendingum að sýna kennitölu til að ferðast frjálsir um föðurlandið og mætti þá hæglega ímynda sér að þessi gjaldffrjálsa för um fósturjörðina væri innifalin í nefskatti Þorgerðar Katrínar, eða hinu svo kallaða "útvarpsgjaldi"
Lögbannskrafa fyrir dóm á fimmtudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan. Ég verð að gera athugasemd við eitt atriði hjá þér en það er þegar þú skrifar "...og mætti þá hæglega ímynda sér að þessi gjaldffrjálsa för um fósturjörðina væri innifalin í nefskatti..." Við verðum að gæta okkar vandlega á svona samþykki fyrir gjaldtöku. Við getum aldrei sætt okkur við að greiða á einn eða neinn hátt fyrir frjálsa för okkar um landið - hvorki beint eða óbeint né innifalið í einhverju öðru gjaldi, skatti eða tolli. Við eigum ekkert að greiða fyrir för okkar um landið, ALDREI. Sjálfsagt er að greiða fyrir afnot af mannvirkjum, húsnæði, salernum eða öðru slíku, en aldrei fyrir för um landið.
corvus corax, 5.4.2014 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.