Hún fer hjá sér.

Birgitta kvartar á þingi og segist fara hjá sér þegar Ólafur Ragnar vekur athygli norsks ráðherra á að ráðstefna um norðurslóðamál sé ekki réttur vetfangur til að koma á framfæri aðfinnslum í garð Rússa vegna jákvæðrar afstöðu þeirra til vilja afgerandi meirihluta íbúa Krímskaga til að sameinast þeim.

Ég get þá sömuleiðis sagt að ég fer hjá mér þegar íslensk þingkona skipuleggur og stendur fyrir mótmælum gegn Kínverjum við allar opinberar heimsóknir þeirra, veifandi fána og það ekki þeim íslenska, heldur fána útlagastjórnar Tíbet, sem var eins og flestir vita, var velt úr sessi í byltingu komúnista í Kína fyrir u.þ.b. 65 árum.

Sem dæmi um vinsældir útlagastjórnarinnar heima fyrir, þá dettur ekki einu sinni Bandaríkjamönnum það í hug að viðurkenna þá opinberlega, þó svo þeir haldi þeim að vísu fjárhagslega á floti, auk að sjálfsögðu greiðslu kostnaðar við útgerð leppa og umboðsmanna út um allar jarðir, eins og sjá má.


mbl.is Forsetanum kunnugt um verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Leiðrétting:

Auðvitað "vettvangur" - EKKI "vetfangur" eins og ég skrifaði.

Jónatan Karlsson, 24.3.2014 kl. 19:21

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, Birgitta er pólitískt viðrini - sem og allir Píratar að því er virðist!

Torfi Kristján Stefánsson, 25.3.2014 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband