22.3.2014 | 11:32
Nauðsynleg þrif
Fyrstu aðgerðir nýráðins útvarpsstjóra vita aðeins á gott.
Magnúsi Geir er falið það erfiða hlutskipti að breyta þessu hlægilega ónýta skrímsli sem RÚV óneitanlega er, í virkan lifandi fjölmiðil í þjóðareign.
Það er sagt að til þess að laga góða eggjaköku, þá verði að brjóta nokkur egg, en hér stendur Magnús frammi fyrir risavaxinni körfu fullri af rándýrum eggjum og flest þeirra í ofanálag ekkert annað en fúlegg.
Nýlega kom það í ljós að sú útvarpsstöð sem nýtur mestrar hlustunar á internetinu er lítil einkarekin stöð á annari hæð niðri í Nóatúni, en þar er ég auðvitað að tala um Útvarp Sögu - www.utvarpsaga.is
Þessi netkönnun gefur nefnilega rétta mynd af hlustun landsmanna, því hin svokallaða "hlutlausa" hlustenda mæling Gallup er að venju allt annað en hlutlaus, líklega vegna þess að RÚV og Baugsmiðlar fjármagna mælinguna og vinsælasta útvarpsstöðin er EKKI MEÐ Í MÆLINGUNNI
Það er til skammar hvernig RÚV hefur verið leynt og ljóst helsti málssvari ESB á Íslandi, svo ekki sé minnst á eftirminnilegan stuðning þeirra við að láta þjóðina axla Icesave og síðast en ekki síst, svívirðilega baráttu þeirra og áróður gegn Forseta Lýðveldisins.
Erlendur fréttaflutningur RÚV er auðvitað sama sagan. Ekkert annað en bein þýðing á einhliða áróðri stjórnvalda vestanhafs. Það var nýlega t.a.m. nánast hlægilegt að sjá viðtal við fréttaritara RÚV um stöðu stríðsins í Sýrlandi, í beinni útsendingu frá Hvíta Húsinu í Washington - "of all places" og allt í sama dúr.
Áfram Magnús og út með ruslið
Ekki sátt um traustsyfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.