18.3.2014 | 21:17
"Hinir staðföstu"
Það verður því miður að segjast alveg eins og það er, en það fer hrollur um mann við lestur einhliða fréttaflutnings á borð við þessa frétt sem mbl.is birtir hér, án nokkura athugasemda.
Það væri kannski réttara að kalla tilfinninguna aulahroll sem er tilkomin af einskærri skömm yfir einfeldni og barnalegri trúgirni svokallaðra fréttamanna, sem venju samkvæmt þýða gagnrýnislaust áróður "Hinna staðföstu"
Þó er það sárast og skammarlegast af öllu að Utanríkisráðherra með utanríkisþjónustu og ráðuneyti sér til fulltingis láti blekkjast af svo augljósum spuna sem hér er viðhafður og skipi sér, fyrir okkar hönd í lið með Bandaríkjamönnum og ESB í fordæmingu á Rússum.
Eru ráðherrabjálfinn búinn að gleyma heimskulegum stuðningsyfirlýsingum Íslendinga fyrir árásinni á Írak, eða trúir hann því enn að þeir lumi á gjöreyðingavopnum, líkt og fyrirmynd hans, Halldór Ásgrímsson?
Fólk er viðbúið stríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.