Margt skrýtið í kýrhausnum

Það hlýtur að vera öllum lýðræðiselskandi þjóðum fagnaðarefni að íbúar Krímskaga útkljái einfaldlega þennan ágreining um hverjum skaginn eigi að tilheyra í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er nú einmitt kjarni lýðræðisins að meirihlutin ráði - eða hvað?

Saga þessa ágreinings hefst með því, að lýðræðislega kjörnum forseta landsins er steypt af stóli, fljótlega, að því virðist eftir að hann hvarf frá umsókn um aðild að Evrópusambandinu og beindi athygli sinni til sinna aftur til sinna gömlu bandamanna í austri.

Uppreisnin í Kænugarði virtist fylgja þeirri uppskrift sem nú er vinsælust, en hún sló einmitt svo eftirminnilega í gegn í "Arabíska vorinu" og er enn aðalrétturinn í Sýrlandi.
Uppskriftin er blanda af alþjóðlegum málaliðum, ótakmarkað úrval vopna, innfæddir leppar og síðast en ekki síst, virkur stuðningur vestrænna stórvelda, með alla sína fjölmiðla og áróður.

Nú ber svo skemmtilega undir að einmitt hér á síðum þessa þæga leiðitama fjölmiðils sannast, að það er ekki endilega uppskrift að gómsætum "gourmet" rétti, að blanda öllu ljúfengasta hráefninu saman í einn graut.

Hér er ég reyndar að vitna til tveggja öfgafullra, ónafngreindra mogga bloggara og "stuðningsfugla" vestrænna, talmúd gilda, sem alls óvænt synda nú gegn straumnum og af öllum mönnum, eiga það sameiginlegt að sjá í gegnum klækjavef spunakarlanna á Wall Street og þykjast þar greina ógnvænlega vofu "Wehrmasht"

Hver veit?


mbl.is Kosning hafin á Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæt grein hjá þér Jónatan, Það er alveg augljóst út frá strategískum sjónarmiðum að Krímskagi er mjög mikilvægur og alveg augljóst Rússar og fólk á krímskaga sem er af Rússneskum uppruna að miklum meirihluta vill alls ekki að ESB nái undirtökum á þessu svæði, Rússar eru ekkert búnir að gleyma því við hverja þeir börðust í seinni heimsstyrjöld. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband