Lög á framhaldsskólakennara?

Nú áforma kennarar að endurtaka sinn ljóta leik og hóta að eyðileggja heilt námsár fyrir "skjólstæðingum" sínum, ef ekki verður gengið að kaupkröfum þeirra.

Nú er meirihluti launþega rétt búinn að sýna samkennd, axla ábyrgð og samþykkja 5% launahækkun, svo takast megi að halda verðbólgu í skefjum og landinu á floti, en þá koma ávalt í kjölfarið þessir hópar, sem oftar en ekki hafa tök á að lama nauðsynlega starfsemi á borð við skóla eða sjúkrahús og krefjast margfaldrar hækkunar almennra kjarabóta og tala þá gjarna fjálglega um einhverja ímyndaða samanburðarhópa,

Laun þessara kennara eru sjálfsagt til háborinar skammar, en þeir hljóta að vera meðvitaðir um að fjölmennar stéttir hérlendis eru fjarri yfirlýstum framfærslu viðmiðum og ná engan veginn endum saman og það skammarlegasta af öllu er þó sú staðreynd að flestir aldnir og öryrkjar lepja hreinlega dauðann úr skel.

Kennarar og aðrar stéttir, sem hafa einhverskonar "hreðjatak" á veikburða hópum á borð við nemendur og sjúka, ættu að einfaldlega að hlýta sömu kjarabótum og "skóflupakkið" og reyna fremur að skilja að hótanir um að fórna heilu námsári til þess eins að olmboga sig örlítið ofar í goggunarröðinni, er einfaldlega of dýru verði keyptar.

´Vaxandi ójöfnuður og viðvarandi óréttlæti á okkar gjöfula föðurlandi er okkar stærsta vandamál, en það er önnur saga sem verður ekki leyst með svona bolabrögðum.


mbl.is Reynt til þrautar að semja um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Fjárframlög til framhaldsskólanna hafa á undanförnum árum verið skorin niður um 13% og nú er svo komið að margir framhaldsskólar ramba á barmi gjaldþrots. Kjaradeilan nú snýst öðrum þræði um að færa fjármál skólanna til miklu betri vegar svo að þeir geti haldið úti starfi í samræmi við lög og reglur.

Launastefna ríkisins er einnig býsna skýr. Og nú liggur það bert fyrir að framhaldsskólakennarar þiggja 17% lægri laun en aðrir með sambærilega menntun hjá ríkinu. Um þetta er ekki einu sinni deilt. Krafan er því mjög eðlileg, nefnilega að umræddur launamunur verði leiðréttur.

Hvað samkennd með öðrum launastéttum varðar þá er því til að dreifa að launasamningar bindur aðeins þá sem eiga aðild að samningi. Framhaldsskólakennarar áttu enga aðild að nýgerðum kjarasamningum og það er fráleit krafa að kennarar lúti samningum sem ekki verja þeirra eigin hagsmuni. Því ef svo væri þá er samningsréttur launamanna lítils virði, en samningsrétturinn raðast í fylkingu grunvallarréttinda í lýðræðislegu samfélagi.

Jón Kristján Þorvarðarson, 15.3.2014 kl. 11:46

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

"Nefnilega"

Jónatan Karlsson, 15.3.2014 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband