2.3.2014 | 20:21
Dauðateygjur aðildarumsóknarinnar
Það er athyglisvert að horfa á krampakendar dauðateygjur Evrópusambands umsóknarinnar þessa síðustu góðviðrisdaga niðri á Austurvelli.
Það er engu til sparað til að fylkja fjölmennu liði á völlinn, til að sýna "sannan" hug þjóðarinnar.
Þarna halda erindrekar og handbendi Stórríkisins auðvitað heitar og þrungnar ræður um frelsi og val og lífsnauðsyn þess að halda aðlögunarferlinu ótrautt áfram.
Skipulagning fyrstu daga þessara "mótmæla" var nokkuð sniðug: Fyrsta daginn voru á sama tíma skipulögð mótmæli námsmanna á Austurvelli, vegna kjara sinna og voru þar einhverjar hundruðir mætt.
Í öðru lagi fjölmennti þar starfsfólk tiltekinna fyrirtækja, sem sást greinilega þegar rætt var við þátttakendur úr hópnum, en þar sagði kona ein og var líklega aðeins að reyna að tryggja sér áframhaldandi starf, að atvinnuveitandinn hefði verið svo "góður" að gefa starfsfólkinu frí (og að mínu mati örugglega á fullu kaupi) til að taka þátt í mótmælunum.
Í þriðja lagi, þá taka okkar stærstu fjölmiðlar, enn sem áður fullan þátt í föðurlandssvikunum. Afstaða RÚV er skammarleg og hefur verið lengi. Hver man ekki hver afstaða þessa svokallaða ríkisfjölmiðils, sem ætti auðvitað öðrum fremur að gæta hlutleysis, var gagnvart glæpaverkum skötuhjúanna Steingríms og Jóhönnu.
Má þar t.d. nefna "Icesave" 1,2 og 3, Sjóvá, Samvinnutryggingar, Sparisjóð Keflavíkur, staðfesting gjafakvótans, kattarþvottur flokkssystkina í Landsdómsmálinu auk að sjálfsögðu: UMSÓKNINA AÐ ESB með tilheyrandi AÐLÖGUNARFERLI, þvert á kosningaloforð Vg og ÁN undangenginar ÞJÓÐARATKVÆÐISGREIÐSLU.
Aðrir fjölmiðlar á borð við snepilinn sem borinn er inn á flest heimili og öllum aðgengileg er þó líklega helsta málpípa ESB hér á landi. Þetta "fréttablað" með sínar heilsíðu auglýsingar og hagræddu, ef ekki hreinlega fölsuðu skoðanakönnunum er ótrúlegt en satt, eina dagblað meirihluta heimila þjóðarinnar . Það kom raunar fram að eitt fyrsta verk marðarins Steingríms í embætti ráðherra "svikastjórnarinnar"var einmitt að tryggja útkomu þessa svívirðilega landráðasnepils með tafarlausu risa kúluláni, með fyrirheitum um greiðslu sem auðvelt er að ímynda sér hvaðan ætti að berast.
Þessir tveir stóru fjölmiðlar, auk fjölmiðlaveldis Baugsmiðlana eru allir undir sömu sökina seldir. Hver man ekki eftir hatrömmum forsetakosningunum, þegar öllu var til hampað til að koma laglegum, leiðitömum frambjóðenda í forsetastól, til að losna við einarðan, staðfastan föðurlandsvinin Ólaf Ragnar Grímsson úr stólnum, en ÞJÓÐIN SAGÐI NEI
Staðan í dag væri líka töluvert öðruvísi fyrir Íslendinga, ef að samstarfsfús forseti hefði einfaldlega skrifað undir drápsklyfjar ófærra Icesave samninganna og við stæðum frammi fyrir þeirri staðreynd að nú á þessari stundu stæði fyrir dyrum að kröfuhafarnir gengju að veðum sínum, þ.e.a.s. auðlindum þjóðarinnar og eina hálmstrá okkar og undankomuleið væri að verða fullgildir meðlimir og afmarka norðurmörk ESB
Þarna í góðviðrinu á Austurvelli eru auðvitað langflestir saman komnir fyrir forvitnissakir eða þá að þeir eru skiljanlega orðnir fullsaddir á undirferli og svikum mistækra stjórnmálamanna, en mergurinn málsins er eftir sem áður:
Sjálfstæð, fullvalda og óbundin hnignandi Evrópusambandinu höfum við glæsileg tækifæri til að moka út óþveranum heima fyrir og gera hreint fyrir okkar dyrum og getum því ótrauð horft fram á glæsilega framtíð Íslandi til handa.
ÁFRAM ÍSLAND
Fella ekki einhliða niður tolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér, hvenær skyldi þolinmæði stjórnvalda gagvart RUV bresta og þau láta svæla grenið?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 21:04
Það er ekki að ástæðulausu að menn tali um að stofna þurfi nýja skilanefnd. Nefnilega skilanefnd kosningaloforða!
Krampakenndar dauðateygjur vísa miklu frekar til þeirra sem sigla undir fölsku flaggi og véla fólk til fylgis við sig (flokkinn) og ganga svo bak orða sinna. Hátterni sem lýðurinn sættir sig ekki við dag.
Og það gagnast ákaflega lítið að horfa til fortíðar í þessu sambandi. Fólk vill breytingar og kallar eftir að orð manna standi.
Jón Kristján Þorvarðarson, 3.3.2014 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.