Erindrekar fara á límingum

Ég er að eðlisfari tortrygginn á göfgi og heiðarleika "framapotara" á borð við marga þá er skipa bekki þingheims hér, líkt og annarstaðar.
Mannskepnan er því miður upp til hópa föl fyrir rétt verð og eru Íslendingar því miður engin undantekning frá þeirri reglu, jafnvel þó við teljum okkur á flestum sviðum öðrum fremri.

Er ekki flestum ljós sú staðreynd að Ísland væri góð búbót fyrir hungrað og gráðugt Evrópusambandið?
Er það ekki augljóst að risafyrirtæki á borð við ESB greiðir fyrir hina ýmsu þjónustu, bæði með greiðum og fjármunum, líkt og öll önnur risafyrirtæki?

Sú staðreynd blasir við að endurskoðað fjárhaldsbókhald ESB til margra ára fæst ekki opinberað og afhverju skyldi það nú helst vera?

Örvænting og æsingur nokkra þingmanna /og kvenna vekur óneitanlega ákveðnar grunsemdir, þó ekki sé meira sagt.


mbl.is Kallaði ráðherra „helvítis dóna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband