Stórkostlegir Harmonikutónleikar.

Í tilefni 90 ára afmælis Karls Jónatanssonar héldu fyrrverandi nemendur, samstarfsmenn og velunnarar hans,honum stórkostlega afmælistónleika í troðfullum Salnum í Kópavogi í gær, tveimur dögum fyrir afmælisdaginn 24. febrúar.

Ég vil fyrir hönd foreldra minna og aðstandenda, þakka skipuleggjendum og öllum þeim sem lögðu á sig ferðalög og ómælda vinnu til að gera þessa dagskrá svo glæsilega og eftirminnilega sem raun bar vitni.

Á dagskránni voru eingöngu flutt frumsamin tónlist föður míns, eða lög í útsetningum hans og er ánægjulegt til þess að vita að öll þessi glæsilega dagskrá var hljóðrituð og fest á filmu af tæknimönnum hússins og er því varðveitt heimild til allrar framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband