23.2.2014 | 10:03
Gísli Marteinn á leið út?
Sunnudags "formiddagar" eru formfastir og fremur skemmtilegir hjá mér.
Klukkan níu hefst skemmtileg upprifjun úr morgunþáttum Bylgjunar með Heimi og félögum og kl 10 hefst hinn ágæti og ómissandi "Sprengisandur" á sömu stöð.
Síðan hófst ruglið:
Hinn stórskemmtilegi og hápunktur stjórnmála vikunar,"Silfur Egils" sem var á dagskrá RÚV að loknum hádegismat var sleginn af og einn af banabitum Sjálæfstæðisflokksins, þ.e.a.s. í "borginni" var settur til höfuðs Sigurjóns M. Egilssonar, eða með öðrum orðum "Sunnudags morgun með honum sjálfum" kl 11.00 - ótrúlegt, en satt.
Mér tekst þó að kíkja á Gísla með því að horfa á útsendinguna með klukkutíma hliðrun, þ.e.a.s. kl 12 og get síðan gefið þætti Mikaels Torfasyni tækifærið á stöð 2 kl 13.00
Nú ætla ég að gefa Gísla eitt tækifæri enn, þrátt fyrir undarleg tilþrif hans úr síðasta þætti og sjá hvort hann gleymir því nú sem virtist vera hans helsta keppikefli, eða það að framfylgja jafnræði kyns viðmælenda öðru fremur og auðvitað með megin áherslu á búsetu þeirra í næsta nágreni við síðasta vinnustað og heimili hans sjálfs.
Eða hefur þátturinn þróast í átt að eitur snörpum stjórnmálaskýringa þætti, í líkingu við "Hard talk" þar sem brottgengir pólitíkusar eru einfaldlega teknir á beinið .
Eða er "Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini" á leið út?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.