15.2.2014 | 10:27
Þjóðfélagslega óraunhæfur sæstrengur - úr sögunni
Þessi framtíðarsýn Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar, slær vonandi endanlega út af borðinu allt ráðabrugg um sæstreng til Evrópu.
Grein sú sem fyrrverandi "ráðherra" hinnar svokölluðu Samfylkingar ritar í flokks málgagnið í gær, opinberar ljóslega að sá seiður sem hópur aðildarsinna bruggar nótt, sem nýtan dag gegn sjálfstæði og reisn þjóðarinnar mallar enn, en þar dásamar hún einmitt sæstrenginn í hástert og gengst því í raun við að hafa eytt almannafé í þá draumsýn.
Annar aðildarsinni, Mörður að nafni - ótrúlegt en satt, viðurkenndi nýlega í viðtali á Útvarpi Sögu að hann væri enn þeirrar skoðunar að Íslendingar hefðu átt að samþykkja "Svafars samninginn" sem auðvitað var þess eðlis að mínu og margra annara mati, að við hefðum engan veginn getað staðið við þær gjörsamlega óraunhæfu skuldbindingar sem hann bar með sér og því auðvitað misst öll okkar helstu veð (t.d. Landsvirkjun) og þar af leiðandi svínbeygð til nauðasamninga við EB.
Það er auðvitað í fljótu bragði erfitt að skilja tilgang svona launráða, en óneitanlega eru framtíðarhorfur þeirra hundruða íslendinga, sem gætu fylgt sér í fylkingar embættismanna sambandsins bjartar og spennandi, hvort heldur sem fyrrnefnd "hjú" teljast líkleg til þeirra metorða, eður ei.
Að lokum er ekki annað hægt en að láta það hvarfla að sér að einmitt þessi sömu hagsmuna aðilar standi að baki gengdarlausum árásum á "Innanríkisráðherra" þessa dagana.
Reyndar virðist það mál snúast um trúverðugleika frá byrjun til enda.
Væri ekki ráð að byrja á byrjuninni og sannreyna með einfaldri blóðprufu hvort meint ósanngirni ráðuneytissins gegn lítilli erlendri fjölskyldu sé á rökum reist, eða hvort allur málatilbúningurinn sé uppspuni einn og höfuðpaurinn í raun aðeins tækifærissinnað handbendi stærri hagsmuna?
Trúir á tvöföldun í orkuiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef við viljum hærra verð fyrir orkuna þá er sæstrengur lausn sem er vert að skoða
Samkvæmt skýrslu Mckinsley er lítil arðsemi í orkusölu á Íslandi í dag.
Flest skynsamlegt fólk finnst það ekki í lagi.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2014 kl. 12:56
Það þýðir sömuleiðis hærra verð fyrir íslensk heimili. Það verður jú að gæta jafnræðis - ekki satt?
Jónatan Karlsson, 15.2.2014 kl. 13:25
Miðað við þann gífurlega arð sem við fáum í gegnum sæstrenginn er hærra orkuverð innanlands minniháttar mál.
Í raun getur ríkisstjórnin niðurgreitt rafmagn til heimilana 100% ef vilji er fyrir því... arðurinn af sæstrenginum er það mikill
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2014 kl. 14:21
Sú framkvæmd að hræra grænni íslenskri orku saman við hefðbundna evrópska, er í besta falli vanhugsuð, auk þess sem reynslan af loforðum og tímabundnum álögum ríkisvaldsins liggur fyrir.
Jónatan Karlsson, 15.2.2014 kl. 18:06
ok... höldum áfram að selja orkuna undir markaðsverði þannig að við náum ekki einusinni að kovera fjármagnskostnaðinn.
Góð lausn.
Ég dreg þessa sæstrengs tillögu til baka.
Þú hefur rétt fyrir þér.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2014 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.