Jólin 2013 á Gasa

Fyrir u.þ.b. hálfu ári sýndi RÚV bresku sjónvarpsþættina "the Promise" sem varpa raunsæju ljósi á raunverulegt ástand mála í Palestínu um þessar mundir. Fyrir venjulegt friðelskandi og meinlaust fólk gæti líka verið gagnlegt að "googla" landakortum af Palestínu frá stofnum Ísraels fyrir réttum 65 árum síðan, og sjá einfaldlega með eigin augum á "Wikipedia" landakortum hvernig "ríkið" og stöðug ný landnám hafa breiðst út, líkt og illkynja æxli á kostnað heimamanna.

Í öðru bloggi um þetta litla fórnarlamb jólanna 2013, viðrar enskumælandi "lesandi" einmitt í athugasemd lík viðhorf og einn af æðstu yfirmönnum hers þeirra, en þau voru einmitt á þá leið að það væri að verða tímabært að taka góðan "jóla skrens" á borð við þann sem sem var tekinn í Gaza-gettóinu um hátíðarnar 2008, með fosfór og öllu tilheyrandi, því arabarnir hefðu verið svo ansi meðfærilegir og auðsveipir næstu árin á eftir.

Stóra spurningin er því auðvitað: Hvar eru þá eiginlega þessar margumtöluðu og öflugu friðargæslusveitir SÞ, sem Palestínufólkið hefur hrópað á öll þessi ár?

Svarið er: Ísraelsmenn og "hinir raunverulegu ráðamenn Bandaríkjanna" vilja frekar sjá um þetta sannkallaða þjóðarmorð upp á eigin spýtur, einir og ótruflaðir.

Síðast af öllu viljum við þó láta neikkvæða smámuni á borð við þetta síðasta fórnarlamb eyðileggja ágæta matarlyst okkar "sannkristinna" yfir "hátíðarnar"


mbl.is Þriggja ára stúlka lést í árás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband