Undirrita og fagna kauplækkun

2,8% launahækkun í 4,2% verðbólgu síðustu 12 mánuða, skv tölum frá Hagstofu Íslands og Seðlabankinn spáir þar fyrir utan aukinni verðbólgu næstu tvö árin. Þessum tölum er einfaldlega hægt að "googla" eða fletta upp. Þetta þýðir á mannamáli 1,4% bein kauplækkun fyrir verkalýðinn, eða "skóflupakkið"

Auðvitað er þetta svívirða í okkar auðuga, fámenna landi, en öllu alvarlegri er fölskvalaus gleðin í svipbrigðum Gylfa og félaga við undirritun þessarar augljósu kjararýrnunar.
Það læðist óneytanlega að manni illur grunur um að þeirra eigin uppskera í samningaferlinu hafi verið önnur og blómlegri en umbjóðenda þeirra, án þess þó að ég geti þó fullyrt neitt frekar um það.

Að lokum vil ég taka það fram í þessari aðventu hugvekju minni, að mér stendur alveg á sama um Karþagó, en mæli eindregið með "pólsku" leiðinni í uppgjöri eftirlauna og hlunninda til útvaldra og embættismanna, auk ennfremur þeirri "kínversku" þegar kemur að sannarlega uppvísri spillingu og misbeitingu.


mbl.is Kjarasamningar undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband