21.12.2013 | 10:45
Kvenfélag Sjálfstæðismanna
Enn ber svo undir að Sjálfstæðiskonan, Hanna Birna Kristjánsdóttir velur að skera sig frá meirihlutaáliti Sjálfstæðismanna og reyndar landsmanna allra í spurningunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar og undirstrika lokun NA/SV brautarinnar.
Þetta rifjar upp þá dapurlegu staðreynd að borgarfulltrúarnir, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir völdu sömuleiðis nýverið að ganga til liðs við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur, þvert á vilja flokks og þjóðar og styðja þar með í raun dauðadóm innanlandsflugsins á Íslandi.
Þessar fyrrnefndu frúr, vekja mig til umhugsunar um tvo aðra kvenskörunga úr röðum "Sjálfstæðismanna" en þar á ég auðvitað við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þessar nafngreindu "heiðurskonur" styðja leynt og ljóst innlimun Íslands í Evrópusambandið og enn er sú hugsjón þeirra þvert á álit Landsfundar flokksins og reyndar þjóðarinnar allrar.
Er ekki að verða tímabært og hreinlegra fyrir allar þessar sjálfstæðu "sjálfstæðiskonur" að horfast í augu við þá staðreynd, að þær eru einfaldlega ekki vel tamdir og múlbundnir Sjálfstæðismenn og ættu því auðvitað að ganga óbundnar til leiks og stofna ný stjórnmálasamtök, hvort heldur sem þær velja að kalla þau "Kvenfélag Sjálfstæðismanna" eða þá einfaldlega bara að ganga til liðs við Samfylkingu eða einhvern aðkeyptra stuðningsflokka hennar.(supporters)
Engin áhrif á samkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.