14.12.2013 | 12:00
Ánægjuleg þróun
Það er sannarlega ánægjulegt að verða vitni að þessari útrás íslenskrar þekkingar og mannvits til Kína.
Það er athyglisvert að leiðtogar þessa rísandi stórveldis tali opinskátt um þeirra stærstu vandamál, en þar er mengunin efst á blaði auk landlægrar spillingar og sívaxandi bils milli ríkra og fátækra, en fjöldi auðugra Kínverja er nú u.þ.b. tvöfaldur fjöldi allra Norðurlandabúa og fer ört vaxandi.
Þess var í gær minnst í Kína að 76 ár eru liðin frá hinni svokölluðu "Nannjing slátrun" sem lítið er fjallað um annarstaðar og er t.a.m. horfin úr öllum japönskum heimildum.
Annað markvert frá þessari vinaþjóð okkar eru nú auðvitað stórbrotnar fyrirætlanir þeirra um að lenda geimfari á tunglinu í dag og þá vonandi til að kveða í kútinn allar efasemdir um ferðir Armstrongs og félaga þangað, í eitt skipti fyrir öll, eða hitt þó heldur ;o)
Það er eftirtektarvert að launuð handbendi "Draumaverksins" skipuleggi ekki einhverskonar mótmæli við Kínverska sendiráðið í tilefni allrar þessarar velgengni.
Uppbygging í 38 milljóna héraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.