Sálgæsla

Íslendingar eru duglegir við að lepja upp erlend hátíðar tilefni. Sérstaklega höfum við lengi legið flatir fyrir Ameríkönum, eins og reyndar kvenfólkið okkar margar í orðsins fyllstu meiningu. Nú verða íslenskir karlar helst að kaupa blóm eða eggjandi undirföt á elskurnar sínar á "Valentínusar daginn" án þess að það bitni á nokkurn hátt á hinum hefðbundna "konudegi" og hvað buðu flest mötuneyti mannskapnum upp á í gær? - Já auðvitað kalkún og það þá væntanlega í tilefni "Þakkargjörðardagsins"

Nú les maður hér (og ekki lýgur Mogginn) að útlendingar og þá helst Bandaríkjamenn missi alla stjórn á sér á þessum voðalega "Black Friday" þar sem verslunareigendur fallbjóði varning sinn í aðdraganda jóla. Það er ánægjulegt að verða vitni að einskærri umhyggju íslenskra kaupmanna fyrir geðheilsu viðskiptavina sinna, sem sést gjörla á því að þeim hefur blessunarlega auðnast að halda þessum óvelkomna vágesti - "Föstudeginum svarta" utan siðmenningar okkar.


mbl.is Útsölur í skugga ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband