27.11.2013 | 22:08
Kænn eða kjáni?
Er Sjávarútvegsráðherra aðeins ótrúlega kærulaus kjáni, eða er vítavert aðgerðarleysi hans, hvað síldargildruna í Kolgrafarfirði varðar aðeins lítilmótlegt framlag hans til að knýja Íslendinga niður á hnén í ófært skuldafenið, þannig að innganga í Evrópusambandið sé eina bjargráðið.
Það virðast því miður vera áhrifarík öfl hér á landi, sem róa að því öllum árum að koma Íslendingum í þá vonlausu skuldastöðu, að eina leiðinn úr þeim vanda sé að leyta á náðir ESB. Þessi illu áform má sjá víða og nægir að minna á hinn svokallaða "Icesave" samning, þar sem spillt ráðaklíkan ætlaði hreinlega að nauðga þjóðinni til að ábyrgjast afar kosti, en þar voru lagðar að veði allar okkar auðlindir, hvort sem þær hétu Landsvirkjunn, Orkuveitan eða annað.
Kvótinn allur og sá óveiddi er líklega því miður glataður og í raun og veru nú þegar í eigu útlendinga og andvirðið á erlendum innistæðureikningum hinna fáu útvöldu
Þjóðin var giftusamlega á þeirri ögurstundu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þann bandamann á Bessastöðum sem sameinaði almenning og hrinnti atlögunni, en hvað ber djúpsprengju atlaga fimmtudagsins tuttugusta og áttunda nóvember 2013 í för með sér?
Sprengja í Kolgrafafirði á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.