24.11.2013 | 10:25
Heilbrigð skynsemi?
Segjum sem svo lesandi góður, að þú værir svo lánsamur að eiga einn milljarð á verðtrygðum reikningum í íslenskum bönkum. Væri það þá ekki óábyrgt og gjörsamlega út í hött, gagnvart þér og þínum, að leggjast gegn 6 -7 miljón króna mánaðarlegum verðbóta greiðslum inn í heimilisbókhaldið?
Hvað þessi núverandi stjórnvöld varðar, þá má telja þeirra helstu afrek á fingrum annarar handar. Þau sýndu "djörfung og dug" þegar ráðist var í vegarfamkvæmdir á Álftanesi, þó svo að raunverulegar ástæður framkvæmdarinnar séu flestum ljósar hafi auðvitað ekkert með þörf, eða umferðaröryggi að gera, heldur öllu heldur aðeins lóðabrask og fjölskyldu tengda fjármála hagsmuni, auk þess að það er blátt áfram aðdáunarvert að fylgjast með þessu hyski um þessar mundir, að leggja sig alla fram um að tryggja vinum og vandamönnum framseljanlegan makrílkvóta.
Og ekki ríður lánið við einteyming. Sakir einmuna blíðu þessa dagana, þá tekst að nýta smábáta og flatbyttur til að veiða eitthvað úr síldargildrunni í Kolgrafarfirði. Blessaður ráðherrann var í besta falli eins og hreinn bjálfi, þegar hann var inntur eftir svörum í fréttum sjónvarps. Því svaraði hann til að auðvitað væri enginn tími til neins og kostnaðurinn hlypi þar að auki örugglega á einhverjum hundruðum milljóna - þó svo að hvert mannsbarn hér á skerinu hafi orðið vitni að þessari sömu atburðarrás áður og það tvisvar og vel vitandi að verðmætin sem fóru forgörðum mætti telja í þúsundum milljóna króna.
Skuldalækkun með skattabreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan, þetta er athyglisvert verðmætaskyn hjá Ráðherranum, ætli þetta sé útbreitt hjá fólkinu sem velst til þingsetu og þar með kannski eitt af höfuðvandamálum hagkerfis okkar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 14:34
Sæll Kristján
Andvaraleysi og kæruleysi telst víst ekki til dauðasyndanna, en öðru máli gegnir óneitanlega um dramb og græðgi, án þess að ég þurfi að útlista það nánar.
Jónatan Karlsson, 24.11.2013 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.