5.10.2013 | 09:42
Daglegt brauð
Fréttir á borð við þessa eru að verða hversdagslegar smáfréttir á síðum dagblaða og í annálum lögreglu. Þrátt fyrir ákveðinn blæbrigðamun, þá eiga þessar fréttir margt sameiginlegt. Gerendur eru nær undantekningalaust með með ákærur og óuppgerð mál í tugatali og bera einhverra hluta vegna hvorki ótta né virðingu fyrir "yfirvöldum"
Auðvitað ber að taka þessa glæpamenn samstundis úr umferð og læsa þá inni. Ég er þá ekki endilega að hugsa um í ókeypis framhaldsskólanám á kostnað skattgreiðenda, heldur bara inn fyrir "rammgerða" girðingu Litla hrauns og þá bara í tjöld eða vinnuskúra, ef með þarf.
Öllum getur orðið fótaskortur í lífinu, en þegar um ítrekaðan og einbeittan brotavilja er að ræða, þá ber löggæslumönnum að taka af sér silkihanskana og sýna járnklærnar.
Ef yfirmenn löggæslumála treysta sér ekki að takast á við þetta verkefni, þá ber yfirvöldum að sækja hæfa aðila hvert þangað, þar sem löggæslu er framfylgt af festu og ákveðni. Þessi linkind og misskilda mannúðarstefna gagnvart verstu þrjótum samfélagssins á að óbreyttu eftir að kosta líf fjölda saklausra borgara.
Ók dauðadrukkinn á móti umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi gera yfirvöld eitthvað áður en almúginn rís upp og vonandi gengur það ekki eins langt eins og á eyjuni Madagaskar.
En það kemur að því að ef lögreglu og dómsyfirvöld hysja ekki upp um sig buxurnar að þá hættir almenningur að hafa trú á yfirvöldum og tekur á þessu sjálfur og það er ekki gott.
Góð ábending Jónatan.
Kveðja frá Niamey Niger.
Jóhann Kristinsson, 5.10.2013 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.