Ásættanleg lausn?

Spurningunni um hvort viðeigandi sé að beita kynjakvóta í "Spurningakeppni framhaldsskólana" virðist vandsvarað og eiga talsmenn andstæðra sjónarmiða frambærileg og fullgild rök fyrir sínu máli.

Er ekki eina vitræna og rökrétta niðurstaða skoðanaágreiningsins að hafa einfaldlega eitt "Gettu betur" fyrir stráka og annað "Gettu betur" fyrir stelpur?

Þessu formi er t.a.m. beitt í öðrum huglægum keppnum með góðum árangri og er ég þar að vitna til íþrótta á borð við "Bridge" og skák.

Þarna gætu höfundar spurninga auðvitað sniðið stakk eftir vexti, þ.e.a.s. haft karllægari spurningarnar fyrir strákana og þær sem tengjast frekar áhugamálum kvenna, þá auðvitað fyrir stúlkurnar.

Með þessu fyrirkomulagi þyrfti hver framhaldsskóli auðvitað að senda tvö lið í keppnina og skemmtanasjúkir og fróðleiksfúsir sjónvarpsáheyrendur gætu því glaðst yfir helmingi lengri keppni, auk þess sem öllum jafnréttis sjónarmiðum væri fullnægt.


mbl.is „Algjörlega þess virði að prófa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband