Allt að fara til fj....

Þessi staða á Landspítalanum er bara ein birtingarmynd hraðversnandi ástands hér á landi. Það er sama hvert litið er - allt ber að sama brunni. Úrræðaleysi og óheillyndi hvert sem litið er. Það eina sem vantar upp á algjört þjóðfélagslegt hrun er bara að það sannist að hinir margumtöluðu bólgnu lífeyrissjóðir séu aðeins tálsýn, því auðvitað er aðeins rökrétt að álíta að löngu sé búið að sóa og stela öllum innistæðunum.

Fyrir nokkrum árum var Landsbankinn einkavæddur og seldur vildarvinum fyrir 12 milljarða og fylgdi listaverkasafnið með svona í kaupbæti. Síðan var hann keyptur tilbaka fyrir 300 milljarða og það í erlendum gjaldeyri og nú er komið að skuldadögum og bara gat í vasa.

Í byrjun vikunar barst sú frétt út að hið risavaxna danska verktakafyrirtæki Phil og sön. hafi verið lýst gjaldþrota. Þetta fyrirtæki var móðurfyrirtæki verktakafyrirtækisins Ístaks. Hvað gerir gjaldþrota þjóðarbankinn þá? Hann kaupir Ístak og þeir Ístaksmenn halda áfram með verkefni sín út um hvippinn og hvappinn eins og ekkert sé og þjóðarbankinn axlar skuldbindingar Danana og auðvitað greiða verkkauparnir ekki aftur fyrir verkin sem þeir voru búnir að kaupa. Þá er auðvitað bara ein risastór spurning:
Hvað borgaði Landsbanki okkar allra fyrir Ístak?
Svar = Það er leyndarmál, eða með öðrum orðum: Okkur kemur það ekki við
mbl.is Ræða alvarlega stöðu á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband