Peningar tala

Þessar ásakanir Bandaríkjamanna og yfirlýsingar um að þeir búi yfir sönnunum þar að lútandi eru nánast fáránlegar. Afhverju í ósköpunum ættu þeir þá ekki að opinbera þær sannanir. Pútín orðar þetta ágætlega og sem betur fer þá virðist meirihluti fólks á Vesturlöndum ekki kaupa þennan augljósa uppspuna, sbr. meirihluta breskra þingmanna. Það er þó huggun harmi gegn að utanríkisráðherra okkar skuli ekki vera í hópi þeirra bjálfa, sem gleypa þennan tilbúning hráan.
mbl.is Búast við árás á hverri stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

þetta er akkurat málið.

það sem er að gerast í sýrlandi snýst um völd og áhrif.  þetta er í raun bandaríkjunum og rússlandi að kenna hvernig komið er.  því bæði þessi lönd hefðu vel getað stöðvað þetta í fæðingu....en hvorugt hafði áhuga á því.

ég vona það svo innilega að fólk sé ekki svo grunnhyggið að trúa ruglinu í fjölmiðlum okkar upp á síðkastið...því fjölmiðlar eru eitt af öflugri vopnum í stríði....þau segja okkur nefnilega hversu göfugt það er að gera árás....

el-Toro, 31.8.2013 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband