Tímabært að stofna "Samband sjálfstæðra ríkja við N-V Atlantshaf"

Nú er tímabært að Ísland og Færeyjar myndi ríkja-samband, sem gæti einfaldlega heitið N-V Atlantshafsríkja Sambandið og auðvitað með greiðan aðgang fyrir Grænland.
Að sjálfsögðu yrðu Færeyingar að slíta sambandinu við handónýtt foreldrið í suðri, þ.e.a.s. Danmörku, sem sýnir nú greinilegar en síðan 1943 hvar þeirra sönnu tilfinningar liggja.
Þessi tvö smáríki, svo ekki sé minnst á þegar Grænland bætist við, gætu eflt hvert annað útávið, en ekki síður innávið. Þar meina ég auðvitað umráðin yfir gríðarlegum náttúruauðlindum okkar, en ekki síður bragarbót og uppstokkun á steinrunnum ættarveldum og öðrum viðlíka hagsmuna óþvera, líkt og við Íslendingar þekkjum allt of vel.
mbl.is Meinað að selja síld til ESB-landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samband landa utan ESB líst mér betur á.Danmörk og Færeyjar hafa ekki stöðu fullvalda ríkja.Þarna gætu til að mynda verið bæði Noregur og Rússland,auk Grænlands og Færeyja og Ísalands.Semsagt, öll Norður-Atlantshafsríkin.

Sigurgeir Jónsson, 31.7.2013 kl. 21:57

2 identicon

En Íslendingar sögðu Færeyskum stjórnvöldum fyrir nokkrum vikum síðan að hlutdeild Færeyinga sé óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni.

Og þó Íslensk stjórnvöld hafi ekki lýst yfir stuðningi við aðgerðir ESB þá hafa þau heldur ekki lýst yfir stuðningi við Færeyinga eða mótmælt aðgerðunum.

Færeyingar eru nefnilega í svipaðri stöðu gagnvart okkur í þessu máli og við gagnvart ESB í makríkdeilunni, þeir eru að veiða fisk sem við teljum okkur eiga.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 02:53

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Færeyingar og Grænlendingar eru vinir okkar, eins og ég þarf vart að rifja upp, en Norðmenn eru allt önnur manngerð og af þeirri gerð sem mér hugnast ekki. Ég nenni ekki einu sinni að telja upp mýmörg dæmin um frekju, yfirgang og eigingirni þeirra. Ein helsta ástæða fyrir samtökum okkar smáríkjana er einmitt til að sporna við takmarkalausri eiginhagsmuna gæslu Norðmanna, sem sést ljóslega í yfirstandandi makríldeilum.

Jónatan Karlsson, 1.8.2013 kl. 07:56

4 identicon

Ein helsta ástæða fyrir að ekkert verður úr samtökum okkar smáríkjanna er einmitt takmarkalaus eiginhagsmunagæsla okkar Íslendinga, sem sést ljóslega í yfirstandandi deilum.

Færeyingar og Grænlendingar eru nágrannar okkar og við Íslendingar erum af þeirri manngerð sem veður um með frekju, óheiðarleika og tvískinnungi gagnvart öllum. 

Danir mótmæltu aðgerðum ESB en ekki Íslendingar. Þannig að Færeyingar gera sér vel grein fyrir því hverjir eru þeirra vinir.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband