23.7.2013 | 06:55
Heiðarleg tilraun til að svara sakleysislegri spurningu Toshiki Toma
Hrekklaus og saklaus prestur innflytjenda hér á Íslandi, varpar fram eftirfarandi spurningu um þessa frétt, án þess þó að gefa möguleika á að birta athugasemdir við bloggfærslu hans sjálfs:
"Annars, hvað um nauðgarann? Ég sá ekkert um hann í fréttunum, en var hann handtekinn? Hvernig verður dómstóllinn gegn honum (án tilvistar konunnar)?"
Ágæti Toshiki Toma.
Þar sem ég hef ekki kunnáttu til að svara þér með hugsana flutningi eða birtast þér í draumi, þá reyni ég þessa leið:
Tökum dæmi: Að lokinni velheppnaðri prestaráðstefnu ákveður þú og nokkrir kollegar þínir af báðum kynjum að kíkja lítilega á næturlíf Reykjavíkur, en síðan fer gleðin og drykkjan einhvernvegin úr böndunum og það næsta sem þú mannst er, að þú vaknar buxnalaus á sunnudags morgni í fallegu rjóðri niðri í Hljómskálagarði.
Þá er komið að stóru spurningunni þarna í þynnkunni og móralnum:
Varla hefur vel uppalinn, sannkristinn heiðursmaður velst þarna um í sumarnóttinni eins og lostafullur nautnaseggur með einhverri tilfallandi næturdrottningu, heldur hlýtur örugglega einhver illa innrætt dræsa að hafa tælt og síðan misnotað drukkinn hjálparvana sakleisingjann - Já þannig hlýtur það bara að vera.
Ég vona að þessi óraunhæfa samlíking svari vangaveltum þínum í bili
Náðuð af emírnum af Dúbaí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.