Um nafnabreytingar gatna.

Tilefni bloggsins að þessu sinni hefur ekkert að gera með fréttina sem slíka, heldur aðeins um staðsetningu fyrirtækisins í Guðrúartúni, sem áður hét Sætún. Þessi nafnabreyting hlýtau að stafa af einhverskonar feminiskum geðhvörfum, fremur en einskærri heimsku, því svona nafnabreytingar hljóta að kosta skattgreiðendur og fyrirtæki á svæðinu ógryni fjár. Hversvegna eru nýjar götur höfuðborgarinnar ekki skírðar í höfuð þessara ágætu kvenna og afhverju í ósköpunum koma þessir íslensku "yfirstéttar" feministar ekki niður á jörðina og berjast fyrir hag sinna minnstu systra og þá endilega með áberandi og aðlaðandi, en þó í senn rótækum "ukrainskum" aðferðum.
mbl.is Hreyfing og hollusta gegnumgangandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er bara enn ein vitleysan og ekki sú versta sem viðgengst hjá þessum spinnegal meirihluta í borgarstjórn. Það er spurning hvort þú hafir ekki hitt naglann þarna á höfuðið, Jónatan, en ljósar get ég naumast skrifað af ótta við viðbrögð félagspólitísks rétttrúnaðar.

Jón Valur Jensson, 22.7.2013 kl. 02:26

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón Valur. Það er því miður líklega rétt hjá þér að málefni er varða kvenfrelsi og kyn hegðun eru stór varhugaverð málefni.

Jónatan Karlsson, 22.7.2013 kl. 02:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gnarristarnir eru vissulega sekir um margt, en þeir eru ekki sekir um allt. Þetta uppátæki er runnið undar rifjum Júlíusar Vífils og var ákveðið af þáverandi borgarstórnarmeirihluta undir yfirumsjón Hönnu Birnu.

Ótrúlegt en satt. Þetta er ein ástæða þess að ég vil hreinsa alveg út í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.7.2013 kl. 12:01

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ja, satt segir þú Vilhjálmur. Ef þetta er virkilega raunin, þá er nú að verða fátt um fína drætti í borgarstjórnar flokki sjálfstæðismanna. Eftir lúalega aðför Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur að heillyndum og störfum Ólafs F. Magnússonar, þá er mér skapi næst að taka undir með þér, hvað nýliðun snertir.

Jónatan Karlsson, 22.7.2013 kl. 13:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt, Vilhjálmur!

Svo var Júlíus með yfirlýsingu um Morskvumál um daginn sem endaði einkar illa.

Jón Valur Jensson, 24.7.2013 kl. 00:29

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Moskvumál (og hvorki Morskvu né mosku) !

Jón Valur Jensson, 24.7.2013 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband