Íslensk fréttamennska

Frá þessu stríði í Sýrlandi berast misvísandi fréttir. Það er skiljanlegt út frá þeirri staðreynd að ötulasti fréttamaður RÚV á svæðinu er í raun og veru staddur á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem hann er fóðraður eins og skynlaus skepna á hönnuðum fréttum sem hann sendir áfram til Íslands - og það grátbroslega við það fyrirkomulag er að flestir áheyrendur trúa spunanum.
Þessi stutta frétt er auðvitað ágætt dæmi um laka blaðamennsku, því fyrst er nefnt að stjórnarherinn hafi náð á vald sitt síðustu fótfestu uppreisnarmanna á Qusayr svæðinu. Næst er vitnað til Sýrlenskra mannréttinda samtaka (?) sem ekkert hafa frétt af flótta þessara hundruða uppreisnarmanna, nema samkvæmt talsmanni þeirra, þá eru þeir nú auðvitað orðnir að óbreyttum borgurum á flótta.
Ég get nú af manngæsku minni bennt ráðviltum blaðamanni mbl.is á þann möguleika, að leifar "uppreisnarhersins" hafi einfaldlega snúið heim, eða með öðrum orðum farið yfir landamærin til Ísrael, því það er mjög algengt að 2 x 2 = 4
Hvað "fréttaritara" RÚV í BNA varðar, þá eru mjög svo boðlegr aðstæður að finna bæði í Beirút og Damaskus og kaupið væntanlega það sama.
mbl.is Sýrlandsher sækir fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband