7.5.2013 | 12:33
Og hvað svo?
Er ekki rökrétt að álíta að þessi vitnisburður hafi stórfeldar
afleiðingar í för með sér fyrir þennan Forstöðumann fyrirtækjaskrár, auk
þess sem að eðlilegt verður að teljast að vænta ákæru og málaferla á
þessari aðkomu Logos og Deloitte að þessu máli.
Nú fyrst ætti því að fara að koma í ljós hvað í þennan sérstaka
saksóknara er í raun og veru spunnið.
afleiðingar í för með sér fyrir þennan Forstöðumann fyrirtækjaskrár, auk
þess sem að eðlilegt verður að teljast að vænta ákæru og málaferla á
þessari aðkomu Logos og Deloitte að þessu máli.
Nú fyrst ætti því að fara að koma í ljós hvað í þennan sérstaka
saksóknara er í raun og veru spunnið.
Mistök gerð hjá fyrirtækjaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Starfsmenn Fyrirtækjaskrár eru duglausir durtar upp til hópa. Þeir loka augunum fyrir tugmilljarðasvindli eins og þessu, en eru svo með algera smámunasemi þegar fólk skráir almenn félagasamtök. Þá er sett út á allt í samþykktunum áður en hægt sé að fá kennitölu, þótt lítil eða engin viðskipti séu fyrirætluð.
Pétur D. (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 13:15
Öll rök virðast óneitanlega hníga í þá átt, að óeðlilegum viðskipta aðferðum hafi verið beitt. Ég bind þó vonir við að sérstakur saksóknari taki sér nú kappa á borð við Elliot Ness til fyrirmyndar og láti ekki undan fyrirsjáanlegum þrýstingi
Jónatan Karlsson, 7.5.2013 kl. 20:47
Og forstöðumaðurinn Skúli skellir á lúalegan hátt í þrígang í sama viðtalinu skuldinni á starfsmanninn, sem var ófaglærður/ólöglærður/ekki sérfræðingur. En Skúli ber jafnmikla ábyrgð og starfsmaðurinn, Skúli ber ábyrgð á öllum mistökum undirmanna sinna og á umsvifalaust að biðja um lausn frá störfum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.