5.5.2013 | 10:50
Einfaldur hugsjónamaður?
Hér mætir nýkjörinn formaður Samiðnar, ungur, bláeygur og fullur eldmóðs og ber fram kröfur um að lífeyrissjóðirnir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart félagsmönnum sínum. Líklega ímyndar Hilmar sér í óspilltu sakleysi sínu að eignir lífeyrissjóðanna, þessir 2200 - 2400 milljarðar (og þar af u.þ.b.900 milljarðar ógreiddir skattar félagsmanna) - að þessir fjármunir séu til og til taks þegar þörf er á. Ætli það viti ekki eða gruni í það minnsta flestir fullorðnir heilvita Íslendingar, að þessir peningar eru ekkert frekar til, fremur en símapeningarnir, sements peningarnir, bankapeningarnir, áburðarverksmiðju peningarnir, varnarliðseigna peningarnir o.s.fr.v., o.s.fr.v.
Staðreyndin er því miður sú að Ísland er bæði rotið og spillt á borð við verstu einræðisríki þriðja heimsins, þó svo talsmenn og málpípur "þjófana" á alþingi og í fjömiðlum hamist við að telja ráðviltum múgnum og reyndar umheiminum öllum trú um að í raun sé Ísland það ríki í heimi hér, þar sem minnst spilling sé við lýði og landsmenn með þeim allra hamingjusömustu.
Ég vona að Hilmar slái ekki af, heldur öllu heldur slái í og gefi gaum að hrópendum á borð við Vilhjálm kollega hans á Akranesi, Helga í Góu og Ólaf Ísleifsson hagfræðing, auk margra annara sannra þjóðernissinna t.a.m. fólksins í kringum Flokk heimilana og Útvarp Sögu.
Staðreyndin er því miður sú að Ísland er bæði rotið og spillt á borð við verstu einræðisríki þriðja heimsins, þó svo talsmenn og málpípur "þjófana" á alþingi og í fjömiðlum hamist við að telja ráðviltum múgnum og reyndar umheiminum öllum trú um að í raun sé Ísland það ríki í heimi hér, þar sem minnst spilling sé við lýði og landsmenn með þeim allra hamingjusömustu.
Ég vona að Hilmar slái ekki af, heldur öllu heldur slái í og gefi gaum að hrópendum á borð við Vilhjálm kollega hans á Akranesi, Helga í Góu og Ólaf Ísleifsson hagfræðing, auk margra annara sannra þjóðernissinna t.a.m. fólksins í kringum Flokk heimilana og Útvarp Sögu.
Slíkt væri stríðsyfirlýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Útvarpsögu? Þá stöð reka ekki hvítir englar og ég vona að ég hafi misskilið þig.
Elle_, 5.5.2013 kl. 19:29
Sæl Elle
Það er víst engin okkar fullkominn, en ef ekki hefði verið vegna baráttu þessarar litlu útvarpstöðvar, þá hefði andstaðan gegn Icesave samningum svikular ríkisstjórnarinnar ekki átt neinn málssvara, auk þess sem að í forsetakosningunum reyndist hún sannarlega betri en enginn
Jónatan Karlsson, 5.5.2013 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.