Jafnræði fyrir lögum?

Hér virðist vera ágætt dæmi um dæmigerðan "dellu" dóm, reyndar frá héraðsdómi enn sem komið er, en eigi að síður órökrétt þvæla fyrir almúgann, sem veit þó mætavel, eins og yfirvaldið sjálft, að þessar þúsund milljónir verða ólíklega greiddar. Eftir eitt eða tvö ár verður mögulega lítil klausa hér á mbl þess efnis að engar eignir hafi fundist í búi ákærða og honum því, með smá heppni gert að taka þátt í að vígja nýju aðstöðuna á Hólmsheiði í svona fjóra til fimm mánuði og síðan allt búið og allir glaðir.
Í fjársvika og þjófnaðar málum álít ég að stórir sem smáir dómþolar sem sitja af sér fjársektir ættu t.d. að geta setið af sér s.sv.eina milljón á mánuði. Það þýðir á mannamáli að 100 þúsund króna hraðaksturs sekt gæti kostað þriggja daga fangelsi, á meðan að t.d eins milljarðs sekt, eins og hér um ræðir myndi þá kosta þúsund mánuða afplánun. Þessi tillaga hlýtur að vera í átt til jafnræðis og til þess fallin að bæta innheimtu um allan helming, en þó fyrst og fremst til að auka virðingu og trú þegnana á óskeikulleika dómsvaldsins.
mbl.is Ingólfur þarf að greiða milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband