19.4.2013 | 19:22
Rán um hábjartan dag
Skattheimta á Íslandi er ótrúleg. Fyrst ber að nefna þessi 35 - 40% sem skattheimtumenn segja jafnast á við Norræna módelið, en síðan bætast við 12 og bráðlega 15% aukagetan til lífeyrissjóðanna sem samtals tekjuskatt upp á u.þ.b. 50%
Helsta meinið við gjörspillta sjóðina er auðvitað að ekkjur og afkomendur lífslangra greiðenda sjóðanna njóta síður en svo sparnaðarins, loks þegar á þarf að halda, en það hrikalegasta við þessa "lífeyrissjóði" er auðvitað sú staðreynd, að þessir 2200 milljarðar sem stjórnmálamenn og verkalýðsforysta talar drýgindalega um með helgislepjusvip á hátíðardögum er auðvitað ekki til, frekar en "símapeningarnir" eða "sements peningarnir" eða "Landsbanka og Búnaðarbankapeningarnir" eða allir þessir peningar sem gráðugir þrjótar hafa verið að stela frá þjóðinni á undanförnum árum - beint fyrir framan nefið á okkur.
Það hlýtur að blasa við hverjum heilvita manni, að ef þessir milljarðar væru raunverulegir, þá myndi ríkið krefjast sinna 40% skattprósenta eða 880 milljarða núna, þegar þörf er á, fremur en að láta þessa fanta gæta og ráðstafa hlut ríkissjóðs af lífeyrissparnaði landsmanna.
Bráðlega gefst þjóðinni blessunarlega færi á að kjósa til valda flokka, sem hyggjast velta um hverjum steini og rannsaka undirliggjandi spillinguna. Aðalatriðið er auðvitað að kjósendur sýni djörfung og dug og velji róttækar breytingar og uppstokkun, laugardaginn 27. apríl 2013
Katrín á móti 14% skatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.