"Nútíminn er trunta"

Auðvitað verður flugvöllurinn áfram í Vatnsmýri. Þessi sama umræða hefur átt sér hliðstæður út um allan heim, en nú flytja flestir stórborgarbúar einfaldlega út úr borgum í leit að kyrrð og ró, fremur en að berja hausnum við steininn og reyna að flytja samgöngu mannvirkin úr borgunum.
Þar að auki er Reykjavíkurflugvöllur veigamikið öryggisatriði fyrir alla Íslendinga, vegna eldvirkni, veðurfars og einangrunar landsins og síðast en ekki síst, þá er það alltaf sérstakt augnayndi að njóta þess að fylgjast með ferðum þessara tignarlegu loftfara.
mbl.is Flugvöllurinn of frekur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónatan segir: "Þessi sama umræða hefur átt sér hliðstæður út um allan heim, en nú flytja flestir stórborgarbúar einfaldlega út úr borgum í leit að kyrrð og ró, fremur en að berja hausnum við steininn og reyna að flytja samgöngu mannvirkin úr borgunum. "

Þetta er einfaldlega rangt. Flestar borgir eru að þétta byggð og byggja inná við og fleiri og fleiri flugvellir víkja fyrir íbúðabyggð.

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 19:00

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Anna

Endilega láttu nokkur dæmi fljóta með þessari fullyrðingu.

Jónatan Karlsson, 15.4.2013 kl. 20:12

3 identicon

Hér eru nokkur dæmi: Riem I.A. í München, Tempelhof I.A. í Berlín, Croydon I.A. í London,Le Bourget I.A. í París, Stapleton I.A. í Denver, Fornebu I.A. í Oslo, Renfrew í Glasgow, Kai Tak I.A. í Hong Kong, Fort Worth Meacham í Texas.

En Jónatan, má ég nokkuð biðja þig um dæmi sem styðja þína staðhæfingu?

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 07:17

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Anna.

Ég nenni nú ekki að munnhöggvast við þig út af þessum lista þínum, en auðvitað er flugvöllum lokað og þeir úreltir eða færðir til af mörgum ástæðum, en ef þú lítur á kort af einmitt flestum þessara borga sem þú nefnir, þá sérð þú að fjölmargir og langflestir þeir flugvellir sem t.a.m. flugfarþegar á borð við okkur nota eru vel innan þeirra borgarmarka og engin áform um breytingar og allir (eða vel flestir) ánægðir, eftir því sem ég best veit.

Jónatan Karlsson, 19.4.2013 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband