6.4.2013 | 18:14
Tæp 40% kjósenda ekki enn búin að gera upp hug sinn
Framsóknarflokkurinn mælist ótrúlega hátt í skoðanakönnunum um þessar mundir, en þó líklega aðeins í skorti á betri valkosti?
Það má segja um Framsóknarflokkinn, að hann hefur skipt út öllum rotnu eplunum og flaggar að því virðist frambærilegum "fígúrum" til forystu, auk þess að njóta góðs af Icesave og Indefence afstöðunni, en er "Smokkfiskurinn" trúverðugur? Er t.a.m. líklegt að ríkisbubbi hér á Íslandi, sem gera má ráð fyrir að mánaðarlega sé að fá greiddar u.þ.b. 7-10 milljónir á bólgnar banka innistæðurnar í verðbætur, að hann muni þegar á hólminn er komið, muni berjast hatramlega gegn verðtryggingunni?
Stjórnarflokkarnir tveir munu auðvitað uppskera eins og þeir verðskulda eftir augljós svikin, landráðum líkust og Sjálfstæðisflokkurinn teflir aðeins fram berleggjuðum keisaranum og náhirð hans í "Nýju fötunum" og múgurinn bara hlær.
Loks er fjöldi ágætra framboða, sem að hætti vaskra smákonunga, eru hvert um sig því miður, fátækleg og fylgisrýr. Ég vil nú varpa fram þeirri hugmynd að að þessi efnilegu flokksbrot sameinist í þrjár fylkingar eða bandalög fyrir komandi kosningar og gætu þau t.d. litið svona út:
1) Hægri grænir (G) - Flokkur heimilana (I) - Sturla Jónsson (K) -
Húmanistaflokkurinn (H) - auk stuðnings Samstöðu og LIlju Mósesdóttur
2) Piratar (P) - Lýðræðisvaktin (L) - Dögun (T)
3) Regnboginn (J) - Alþýðufylkingin (R)
Þessar þrjár fylkingar ættu auðveldlega að geta náð óánægju fylginu í komandi kosningum ef þau spila rétt úr stöðunni. Eins og sjá má, þá er Björt framtíð (A) ekki með í upptalningunni, enda óumdeilanlega aðeins skilgetið afkvæmi og hækja Samfylkingarinnar
Sigmundur Davíð fékk stæðu af ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er þér sammála Jónatan, það væri það gáfulegasta sem nýju framboðin gerðu væri að sameina krafta sína svo að þeir næðu mönnum inn á þing.
Mér finnst alveg makalaust hversu mikið fylgi Björt Framtíð er að fá í skoðanakönnunum þar sem það er vitað að þeir eru viðhengi Samfylkingar og hafa í raun enga sjálfstæða stefnu,allt sem þeir hafa verið spurðir að, sem er ekki sama stefna og Samfylkingin er með á bara að skoða eftir kosningar.
Sandy, 7.4.2013 kl. 10:05
Sæl Sandy
Hvað öll þessi nýju framboð varðar, þá eru þau öll jákvæð og vilja breytingar (auðvitað fyrir utan Bf-hækjuna) þannig að ég skipti þeim að mestu í þessari tillögu minni eftir afstöðu þeirra til Evrópusambands umsóknar. Ég gæti auðveldlega ímyndað mér að (öfga félags sinnarnir) nr.3 - þ.e.a.s. Regnboginn og Alþýðufylkinginn ættu að geta gengið til liðs við ESB andstæðingana nr. 1 og þar með sagt, mína menn. Ég virði og skil þann stóra hóp sem álítur að hagsmunum þeirra sé betur borgið með inngöngu Íslands í stór-ríkið, því að sannarlega munu hundruðir Íslendinga komast í embætti, störf og skattfríðindi sem þeir og aðstandendur þeirra munu sannarlega njóta góðs af, en flestir landsmanna munu eftir sem áður sitja eftir með sárt ennið, en þurfa eftir sameininguna að deila meðfæddum forréttindum okkar með milljónum evrópskra fátæklinga - kannski ríkari í hjartanu, en sannarlega fátækari í hroll-köldum raunveruleikanum
Jónatan Karlsson, 7.4.2013 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.