Vonandi komið að skuldadögum.

Nú verður á næstu dögum og vikum forvitnilegt að fylgjast með "röggsömum" framgangi réttvísinar gagnvart eigin þjónum, sem standa nú berskjaldaðir frammi fyrir viðurkenningu sérfræðinganefndar dómsmálaráðherra á ótrúverðugum sögutilbúnaði, pyntingum og loks dómsmorðum á þessum sannkölluðu fórnarlömbum "laganna varða" sem nú tæpum fjörtíu árum síðar verða að standa ábyrgir gjörða sinna og taka afleiðingunum.
Flestir Íslendingar, sem á sínum tíma fylgdust með þessum málatilbúning öllum, gera sér fyllilega ljóst að rannsakendur málsins voru hvorki leiftrandi snillingar, né slefandi fábjánar, þannig að nú þegar ríkissaksóknari tekur afstöðu til aðgerða í kjölfar þessarar skýrslu og auðvitað miðað við að hún eigi engra persónulegra hagsmuna að gæta, sem aldrei er þó sjálfgefið, þá vonandi munu hinar raunverulegu ástæður alls spunans verða dregnar með harmkvælum fram í dagsljósið
mbl.is „Ekkert hjarta“ í Sævari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Mér þykir furðu sæta hve þáttur síðdegisblaðanna er lítið nefndur þegar þessi mál ber á góma. Þau voru tvö á þessum tíma og hörð samkeppni milli þeirra. Á þeim tíma sem Geirfinns- og Guðmundarmál risu hæst var kjaftasögugangurinn þannig að það blaðanna sem kom með meira krassandi "frétt" um þessi uppdiktuðu morðmál,, var sigurvegari þess dags. Á þessum tíma var ekkert internet og Ríkisútvarpið og Morgunblaðið fóru varlega en síðdegisblöðin tvö, Vísir og Dagblaðið óðu á súðum ásamt nokkrum pólitíkusum. Helzta vonin var að tengja klíku einhverra framsóknarmanna við þetta mál og ekkert til sparað við þær tengingar. Það sem þyrfti að kanna er að hve miklu leyti þetta mál var upprunnið hjá þessum blöðum.

Skúli Víkingsson, 25.3.2013 kl. 22:23

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt segirðu Skúli. Nöfn á borð við "Umbi Roy" rifjast upp hjá manni.

Jónatan Karlsson, 25.3.2013 kl. 22:58

3 identicon

Aftur notarðu Z- í ritmáli, Skúli. Hvað er gerast?

Halldóra Waage (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband